Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, spyr í færslu sinni á Facebook hvort Strætó hafi misst vitið vegna auglýsingar Ljósmæðrafélags Íslands á strætisvagni, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur tileinkað árið ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum.
Vigdís er ekki sátt við auglýsinguna. „Nekt er mjög viðkvæm hjá mörgum hópum í samfélaginu og þetta blasir við börnum sem nota Strætó sem eiga að vera framtíðarkúnnar borgarlínu,“ skrifar Vigdís í færslu sinni.
Sem áður segir er auglýsingin í tilefni af ári ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga og á vagninum má sjá hönd ljósmóður taka á móti barni. Er teikningunum ætlað að heiðra ljósmæður og þakka þeim sín störf.
Ljósmæðrafélag Íslands keypti þessa skemmtilegu auglýsingu á rafvagn hjá okkur. Ljósmæðravagninn byrjar á leið 18 í dag og fer sína fyrstu ferð kl. 17:04 frá Spöng. pic.twitter.com/poxTHVmkDU
— Strætó (@straetobs) June 24, 2020