Allt að 20 stiga hiti fyrir norðan

Veður verður með besta móti fyrir norðan í dag og …
Veður verður með besta móti fyrir norðan í dag og mun hiti ná allt að 20 stigum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Útlit er fyrir að besta veðrið á landinu í dag verði á Norðurlandi en þar verður léttskýjað og hiti mun ná allt að 20 stigum í innsveitum. 

Fremur hæg austlæg átt verður á landinu í dag en austanstrekkingur með suðurströndinni. Skýjað með köflum sunnan- og vestanlands, stöku skúrir og hiti 10 til 16 stig. Að mestu skýjað og sums staðar þokubakkar austan til á landinu og hiti 7 til 12 stig.

Svipað veður verður á morgun, en kólnar lítillega og lægir með suðurströndinni síðdegis. 

Á sunnudag verður norðaustanátt og mun veðrið leika við höfuðborgarbúa þegar léttir til sunnan- og vestanlands með 12 til 17 stig hita, en skýjað um landið norðaustanvert og hiti 6 til 11 stig á þeim slóðum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert