Fimm ný smit í gær

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Fimm ný kór­ónu­veiru­smit greind­ust í gær, þrjú inn­an­lands­smit og tvö við landa­mæra­skimun. Alls eru 13 virk smit hér á landi og fjölg­ar um þrjú frá því í gær. Sjö þeirra sem eru með virk smit komu er­lend­is frá. Fólki í sótt­kví fækk­ar ör­lítið, úr 440 í 438.

Þetta kem­ur fram á Covid.is. Í upp­haf­leg­um töl­um sem upp­færðar voru klukk­an 11 kom fyrst fram að ekk­ert smit hefði greinst við landa­mæra­skimun en hið rétta er að þau eru tvö. Beðið er eft­ir niður­stöðum úr mót­efna­mæl­ingu og eru viðkom­andi í ein­angr­un á meðan, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá sótt­varna­lækni og al­manna­vörn­um. 

Þegar var búið að greina frá inn­an­lands­smit­un­um þrem­ur síðdeg­is í gær en þau tengj­ast konu sem kom frá Alban­íu fyr­ir ell­efu dög­um og greind­ist með kór­ónu­veiruna fyr­ir þrem­ur dög­um. Rúm­lega árs­gam­alt barn henn­ar hef­ur einnig greinst með veiruna. 

Alls hafa 34 já­kvæð sýni greinst við landa­mæra­skimun frá 15. júní. Sjö þeirra ein­stak­linga sem reynst hafa já­kvæðir eru smit­andi, 25 eru það ekki og beðið er eft­ir niður­stöðum frá tveim­ur. 

1.778 sýni voru tek­in við landa­mæra­skimun í gær og hafa aldrei verið fleiri, 88 á sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og 73 hjá Íslenskri erfðagrein­ingu.

Frá því að fyrsta smitið greind­ist hér á landi 28. fe­brú­ar hafa 1.855 smit verið staðfest.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert