Drukkinn Íslendingur strandaglópur á flugvelli

Aðstoðar lögreglu var óskað vegna drukkins Íslendings á Gardermoen-flugvelli.
Aðstoðar lögreglu var óskað vegna drukkins Íslendings á Gardermoen-flugvelli. AFP

Lögregla var kölluð til vegna drukkins Íslendings um borð í flugvél frá Alicante til Noregs. 

Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað þegar vélin lenti á Gardermoen-flugvellinum klukkan 15 í dag. Íslendingurinn var á leið sinni áfram frá Ósló, en honum var meinað að halda ferðalagi sínu áfram.

Samkvæmt dagblaði Romerike var maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, bæði drukkinn og þrætugjarn.

Honum hefur verið gert að halda sér í komusal flugvallarins þangað til klukkan átta í fyrramálið. Þá stendur honum til boða að endurbóka flugið sitt og halda ferðinni áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert