Alveg sama þótt Kári sé stundum frekur og ókurteis

Írís Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, er þakklát fyrir Kára Stefánsson og …
Írís Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, er þakklát fyrir Kára Stefánsson og Íslenska erfðagreiningu. Samsett mynd

„Hvar væru Íslendingar staddir í baráttunni við Covid-19 ef Íslensk erfðagreining hefði ekki verið til staðar og hjálpað okkur í baráttunni?“ spyr Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, á Facebook.

Hún segir þjóðina heppna að hafa Kára og hans fólk og það sé langt frá því sjálfsagt mál.

Íris segir Kára hafa hlustað á óskir Eyjamanna þegar hópsýkingin var í gangi þar og þá hafi starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar mætt og skimað 1.500 manns.

„Ég get fullyrt að ef það hefði ekki verið gert þá hefðum við aldrei náð þeim skjótu og góðu tökum á vandanum sem raunin varð. Það er mikilvægt að þakka þetta framlag fyrirtækisins og þess frábæra starfsfólks,“ skrifar bæjarstjórinn og bætir við:

„Mér er alveg sama þótt Kári sé stundum frekur og ekki alltaf kurteis! Takk fyrir hjálpina í Eyjum Kári og Íslensk erfðagreining.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert