Annað útgöngubann í Melbourne

Árni og Ásdís ásamt Arndísi Leu og Natalie Björt. Fram …
Árni og Ásdís ásamt Arndísi Leu og Natalie Björt. Fram undan er sex vikna útgöngubann eftir að veiran tók sig aftur upp.

Árni Már Harðarson, deildarstjóri hjá áströlsku öryggisfyrirtæki, og Ásdís Jóhannesdóttir, eiginkona hans, eru óvænt komin í annað útgöngubann á skömmum tíma. Þau eru búsett ásamt tveimur dætrum sínum í Melbourne, höfuðborg Viktoríufylkis í Ástralíu, þar sem allsherjarútgöngubann, „lockdown“, tók gildi í gær, aðeins þremur vikum eftir að öðru var aflétt. Bannið á að vara í sex vikur.

Fyrir þremur vikum höfðu verið að greinast 0-4 ný tilfelli kórónuveirunnar á dag í Melbourne. Faraldurinn var í rénun eins og sagt er, en síðan gerðist eitthvað.

„Þetta hefur verið tengt við öryggisverði sem unnu á sóttkvíarhóteli þar sem Ástralar þurftu að gista fyrstu tvær vikurnar við heimkomu. Öryggisverðirnir fóru síðan út í samfélagið og þá urðu smitin tvö, síðan fjögur, átta og svo 191 í gær,“ sagði Árni í samtali við Morgunblaðið í gær. Ríkisstjórnin hafi í kjölfarið séð að grípa þyrfti aftur til takmarkana og gerði það af fullri hörku.

Þegar þessi smit fóru á stjá voru aðstæður mjög hagfelldar fyrir útbreiðslu veirunnar, enda hefði ella ekki farið sem fór. Sofnaði fólk á verðinum? „Já. Fólk var þannig séð komið yfir þetta. Það var lítið um tilfelli og fólk bara hætti að spá í þetta og fór að haga sér eins og áður. Síðan endar þetta svona. Þetta sýnir að við þurfum að vera á varðbergi alveg þar til lyf eða bóluefni finnst,“ segir Árni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert