Munar hálfum milljarði á kostnaði og tekjum

Tekjurnar eiga að mæta þeim útgjöldum sem ríkið verður fyrir …
Tekjurnar eiga að mæta þeim útgjöldum sem ríkið verður fyrir vegna skimana. Ljósmynd/Lögreglan

Þegar kostnaðarmat var gert fyr­ir skimun á landa­mær­um var miðað við að 2.000 sýni væru tek­in dag­lega í 100 daga. Heild­ar­út­gjöld fyr­ir þá skimun voru þá áætluð 2,5 millj­arðar en gjaldið sem ferðamenn greiða fyr­ir sýn­in á að skila tveim­ur millj­örðum. Þetta kom fram í máli Páls Þór­halls­son­ar, verk­efna­stjóra í for­sæt­is­ráðuneyt­inu, á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag. 

Því mun­ar hálf­um millj­arði á út­gjöld­um og kostnaði en ástæðan fyr­ir því er að ekki var talið for­svar­an­legt að leggja fjár­fest­inga­kostnað á ferðamenn en áætlað er að hluti af kostnaðinum fari í innviði og búnað sem mun vænt­an­lega nýt­ast eft­ir að skimun­ar­tíma­bili lýk­ur, að sögn Páls. 

Kostnaðarmatið verður end­ur­skoðað

Tekj­urn­ar eiga að mæta þeim út­gjöld­um sem ríkið verður fyr­ir vegna skim­ana. Útgjöld­in fela í sér laun starfs­manna í skimun á grein­ingu, kostnað við sýna­töku­búnað, pinna og glös, flutn­ing sýna, kostnað við tölvu­búnað, breyt­ing­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli og fleira. 

Tekj­urn­ar fara inn á reikn­ing heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins og er þeim út­deilt þaðan. 

„Þess verður gætt að mæta kostnaði aðila með öðrum hætti ef tekj­urn­ar duga ekki til,“ sagði Páll sem benti á að gert væri ráð fyr­ir þjóðhags­leg­um ávinn­ingi af skimun á landa­mær­um. 

Kostnaðarmatið verður lík­lega end­ur­skoðað fljót­lega enda er það óvissu háð, að sögn Páls. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert