Senda starfsfólk í sóttkví á eigin kostnað

Húsnæði Landspítala í Fossvogi.
Húsnæði Landspítala í Fossvogi. mbl.is/Sigurður Bogi

For­stjóri og fram­kvæmda­stjórn Land­spít­ala hafa ákveðið að frá og með morg­un­deg­in­um þurfi starfs­fólk spít­al­ans sem fer er­lend­is í frí að fara í sótt­kví í fimm daga við heim­komu á eig­in kostnað.

Starfs­fólk sem fer er­lend­is í frí þarf því að gera ráðstaf­an­ir vegna sótt­kví­ar í að minnsta kosti 5 daga eft­ir heim­komu og að hafa óskað eft­ir og fengið samþykkt frí þann tíma áður en farið er. Þessi breyt­ing tek­ur gildi 10. júlí 2020“, seg­ir á vef Land­spít­al­ans.

Þar er ákvörðunin rök­studd með því að í leiðbein­ing­um sótt­varna­lækn­is komi skýrt fram að þau sem á Íslandi búa sé ráðið frá ferðalög­um á áhættu­svæði. Sömu­leiðis hafi heil­brigðisráðherra tekið ákvörðun um breytt­ar regl­ur um skimun á landa­mær­un­um. 

Þeir sem búa á Íslandi og hafa tengslanet á land­inu þurfa að skila sýni á landa­mær­um og aft­ur eft­ir 5 daga og vera í sótt­kví heima þar til svar úr seinna sýn­inu er nei­kvætt.
Í ljósi þess hafa for­stjóri og fram­kvæmda­stjórn Land­spít­ala ákveðið að starfs­fólk sem fer er­lend­is í frí þurfi að fara í sótt­kví þenn­an tíma á eig­in kostnað“, seg­ir á vef spít­al­ans.

Síðustu þrjú orðin eru feitletruð og því vænt­an­lega at­hygli starfs­fólks sér­stak­lega vak­in á því að starfs­fólk þurfi að taka út frí­daga þá daga sem það er í sótt­kví eða fái ella ekki laun þann tíma sem sótt­kví stend­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert