Rasísk skilaboð límd á bíl mæðgina

Miðinn sem límdur var á hliðarspegil bílsins.
Miðinn sem límdur var á hliðarspegil bílsins. Ljósmynd/Aðsend

„Já þetta var frek­ar óþægi­legt og skrýtið,“ seg­ir Magnús Secka, 19 ára gam­all nemi, um rasísk skila­boð sem hann og móðir hans tóku eft­ir að límd höfðu verið á bíl þeirra á ferðalagi þeirra um Snæ­fellsnesið. Móðir hans Sara vakti at­hygli á mál­inu á Face­book og seg­ir það „snarlasið“.

„IF YOU ARA BLACK OR BROWN: plea­se lea­ve this town,“ seg­ir á miðanum sem límd­ur var hliðarspeg­il bíls­ins farþega­meg­in. Magnús seg­ir að mæðgin­in hafi verið lengi að taka eft­ir miðanum og því viti þau ekki ná­kvæm­lega hvar miðinn var sett­ur á bíl­inn.

Tveir staðir koma helst til greina, ann­ars veg­ar Vega­mót á Snæ­fellsnesi og Búðir. Magnús tel­ur lík­legra að miðinn hafi verið límd­ur á á Vega­mót­um.

Ætla ekki að kæra til lög­reglu

„Þetta er snarlasið og þegar maður fer að spá í því, mjög óþægi­legt og fer­legt bók­staf­lega,“ skrif­ar Sara í færsl­unni. Ef at­huga­semd­ir við færsl­una eru lesn­ar þá kem­ur greini­lega í ljós að mörg­um er ofboðið.

„Það þarf að berj­ast gegn þessu – share it,“ skrif­ar Sara einnig og eft­ir því hef­ur verið tekið. Tæp­lega 200 manns hafa deilt færsl­unni.

Mæðgin­in töldu rétt að vekja at­hygli á mál­inu en ætla ekki að kæra málið til lög­reglu eða aðhaf­ast frek­ar að svo komnu máli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert