Vill að Borgarlínunni verði flýtt

Dagur B. Eggertsson vill flýta Borgarlínunni.
Dagur B. Eggertsson vill flýta Borgarlínunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Horfa ætti til þess að flýta fram­kvæmd­um við Borg­ar­línu og aðrar sam­göngu­bæt­ur. Við nú­ver­andi aðstæður í efna­hags­líf­inu er slíkt kjörið. Þetta seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, í viðtali í Morg­un­blaðinu í dag.

Með samþykkt Alþing­is á nýrri sam­göngu­áætlun á dög­un­um er hægt að hefjast handa um gerð Borg­ar­lín­unn­ar, en í fyrsta áfanga er leið hraðfara stræt­is­vagna úr miðborg Reykja­vík­ur í Höfðahverfið og í Hamra­borg í Kópa­vogi. Borg­ar­stjóri vænt­ir að hönn­un þess­ara fram­kvæmda ljúki næsta vet­ur og að vagn­arn­ir verði komn­ir á leið eft­ir þrjú ár hið mesta.

„Reynd­ar horfi ég til þess að sam­göngu­verk­efn­un­um, sem eiga að kosta 120 millj­arða í heild og vinn­ast á 15 árum, verði flýtt,“ seg­ir borg­ar­stjóri.

Með því að auka vægi al­menn­ings­sam­gangna í um­ferðinni seg­ir Dag­ur að rýmk­ist um aðra um­ferð á sam­gönguæðum höfuðborg­ar­svæðis­ins. Einka­bíll­inn fái meira rými, en einnig sé skapað svig­rúm fyr­ir þá sem ganga, hlaupa eða fara leiða sinn­ar á reiðhjóli. Deili­bíl­ar eigi sömu­leiðis að vera sjálf­sagður sam­göngu­kost­ur. „Í framtíðinni verða ferðavenj­ur flestra meiri blanda ólíkra kosta en nú. Því er okk­ur nauðsyn­legt að kom­ast út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða,“ seg­ir Dag­ur í viðtal­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert