Hænufet á nýjum vegi

Í Reykhólasveit.
Í Reykhólasveit. mbl.is/Sigurður Bogi

Vega­gerðin hef­ur aug­lýst fyrsta útboð á um­deild­um kafla á Vest­fjarðavegi sem oft er kennd­ur við Teigs­skóg. Kafl­inn sem nú verður lagður er sam­tals 6,6 km.

Aðeins 1,2 km verða hluti af hinum nýja Vest­fjarðavegi en hinn hlut­inn nýt­ist sem vega­bæt­ur þar til firðirn­ir verða þveraðir og betri veg­ur verður kom­inn í gegn­um Teigs­skóg, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Um­rædd­ur kafli ligg­ur frá slit­lag­senda Vest­fjarðaveg­ar á Skála­nesi og að Gufu­dalsá í Gufu­dal. Fyrsti hluti veg­ar­ins, kafl­inn frá Skála­nesi að Mela­nesi, sem er um 1,2 km að lengd, verður lagður í fullri breidd og styrk enda verður hann hluti af nýj­um Vest­fjarðavegi. Sá kafli sem ligg­ur fyr­ir inn­an vænt­an­lega þver­un Gufu­fjarðar verður end­ur­byggður og breikkaður og lagt á hann bundið slitlag. Hann verður þó ekki í sömu breidd og hinn kafl­inn. Ástæðan er sú að hann er fyrst og fremst hugsaður sem teng­ing Gufu­dals­bæja við þjóðveg­inn eft­ir að nýr Vest­fjarðaveg­ur verður kom­inn í gagnið. Er þetta 5,4 km lang­ur kafli, frá Mela­nesi að Gufu­dalsá í botni fjarðar­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert