Hænufet á nýjum vegi

Í Reykhólasveit.
Í Reykhólasveit. mbl.is/Sigurður Bogi

Vegagerðin hefur auglýst fyrsta útboð á umdeildum kafla á Vestfjarðavegi sem oft er kenndur við Teigsskóg. Kaflinn sem nú verður lagður er samtals 6,6 km.

Aðeins 1,2 km verða hluti af hinum nýja Vestfjarðavegi en hinn hlutinn nýtist sem vegabætur þar til firðirnir verða þveraðir og betri vegur verður kominn í gegnum Teigsskóg, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Umræddur kafli liggur frá slitlagsenda Vestfjarðavegar á Skálanesi og að Gufudalsá í Gufudal. Fyrsti hluti vegarins, kaflinn frá Skálanesi að Melanesi, sem er um 1,2 km að lengd, verður lagður í fullri breidd og styrk enda verður hann hluti af nýjum Vestfjarðavegi. Sá kafli sem liggur fyrir innan væntanlega þverun Gufufjarðar verður endurbyggður og breikkaður og lagt á hann bundið slitlag. Hann verður þó ekki í sömu breidd og hinn kaflinn. Ástæðan er sú að hann er fyrst og fremst hugsaður sem tenging Gufudalsbæja við þjóðveginn eftir að nýr Vestfjarðavegur verður kominn í gagnið. Er þetta 5,4 km langur kafli, frá Melanesi að Gufudalsá í botni fjarðarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert