Flugfreyjufélagið viðurkennir mistök við samningagerð

Guðlaug L. Jóhannsdóttir, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands
Guðlaug L. Jóhannsdóttir, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands Kristinn Magnússon

Eft­ir und­ir­rit­un kjara­samn­ings við Icelanda­ir 25. júní s.l., sendi Flug­freyju­fé­lag Íslands (FFÍ) bréf til fé­lags­manna, þar sem mis­tök við samn­inga­gerð eru viður­kennd og hörmuð. Fé­lags­menn voru hvatt­ir til að leggja heild­stætt mat á samn­ing­inn, en hann var felld­ur með rúm­lega 72% at­kvæða þann 8. júlí sl. Vís­ir sagði fyrst af mál­inu.

mbl.is hef­ur und­ir hönd­um bréf frá Guðlaugu L. Jó­hanns­dótt­ur, sem hún rit­ar fyr­ir hönd stjórn­ar og samn­inga­nefnd­ar FFÍ. Bréfið er sent til fé­lags­manna, merkt „trúnaðar­mál“ og er ódag­sett en birt á lokuðum Face­book-hóp flug­freyja 30. júní. Í bréf­inu seg­ir m.a. „Við í stjórn og samn­inga­nefnd til­kynn­um ykk­ur hér með ástæðu þess að kjör­stjórn frestaði upp­hafi kosn­inga á nýj­um kjara­samn­ingi“ og að samn­ingsaðila greini á um út­færslu og skiln­ing tveggja greina.

Í bréf­inu er rakið að mis­skiln­ings hafi gætt í tveim­ur ákvæðum samn­ings­ins sem und­ir­ritaður var og að samn­inga­nefnd FFÍ hafi fundað með rík­is­sátta­semj­ara og Icelanda­ir um breyt­ing­ar en „viðsemj­andi okk­ar [er] ekki reiðubú­inn að gera þær orðalags­breyt­ing­ar sem nauðsyn­leg­ar eru...“. Í bréf­inu seg­ir jafn­framt: „Samn­inga­nefnd­in stend­ur sann­ar­lega við und­ir­skrift sína og gengst við þeim mis­tök­um sem gerð hafa verið“ og lýs­ir von­brigðum með að „beiðni um leiðrétt­ingu var hafnað“.  Í lok bréfs seg­ir: „Jafnt nú sem áður er mik­il­vægt að leggja heild­stætt mat á ný­und­ir­ritaðan kjara­samn­ing áður en þið gangið til kosn­inga“.  

Segj­ast hafa orðið við beiðni FFÍ

mbl.is leitaði viðbragða frá for­svars­mönn­um Icelanda­ir um þær full­yrðing­ar sem birt­ast í bréfi FFÍ. Í svari þeirra kem­ur fram að í báðum þeim til­vik­um sem um ræði hafi Icelanda­ir orðið við beiðni FFÍ um breyt­ingu á orðalagi áður en að samn­ing­ur var und­ir­ritaður og enn­frem­ur að breyt­ing­arn­ar hafi ekki haft áhrif á merk­ingu ákvæðanna, en sýni vel að þessi atriði hafi verið vel ígrunduð af hálfu FFÍ áður en gengið hafi verið til und­ir­rit­un­ar.

Um fyrra ákvæði samn­ings seg­ir í svari Icelanda­ir að það hafi verið „hluti af þeim til­boðum sem samn­inga­nefnd Icelanda­ir lagði til á síðustu vik­um“ og að ákvæðið hafi verið „skýrt orðað og eng­in ástæða til að ætla að það hafi verið mis­skilið“. Sjá­ist það best á því að ákvæðið og áhrif þess hafi verið skýrt sér­stak­lega á kynn­ingu FFÍ sem send var fé­lags­mönn­um. Þá seg­ir Icelanda­ir að vegna at­huga­semda um mögu­leg­an mis­skiln­ing hafi verið orðið við beiðni FFÍ um breyt­ingu á orðalagi „og skrifað var und­ir samn­ing­inn með því orðalagi“.

Um síðara ákvæðið seg­ir Icelanda­ir að fé­lagið hafi lagt mikla áherslu á að sam­ræma regl­ur um vinnu- og hvíld­ar­tíma á við samn­inga við flug­menn, enda tor­veldi það mjög skipu­lagn­ingu flugs sé þar ekki sam­hljóm­ur. Líkt og með fyrra ákvæðið hafi komið fram at­huga­semd­ir frá samn­inga­nefnd FFÍ um end­an­legt orðalag og hafi „samn­inga­nefnd Icelanda­ir [orðið] við beiðni FFÍ um þessa breyt­ingu“ með því orðalagi sem FFÍ hafi óskað eft­ir.

Áhrif á úr­slit kosn­inga?

Eins og áður seg­ir var kjara­samn­ing­ur Icelanda­ir og FFÍ und­ir­ritaður hjá rík­is­sátta­semj­ara þann 25. júní s.l.. Í sam­tali mbl.is við Guðlaugu sama dag var hún spurð hvort að hún mælti með samn­ingn­um og sagðist hún gera það. „Maður skrif­ar ekki und­ir eitt­hvað sem maður mæl­ir ekki með“. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is var um­rætt bréf sent út ein­hverj­um dög­um eft­ir und­ir­rit­un.

Aðspurðir vildu for­svars­menn Icelanda­ir ekki hafa uppi get­gát­ur um hvort að bréfið hafi haft úr­slita­áhrif á niður­stöður at­kvæðagreiðslu, en samn­ing­ur­inn var felld­ur með mikl­um meiri­hluta at­kvæða. Samn­inga­fund­ur deiluaðila var hald­inn hjá sátta­semj­ara í gær en ekki hef­ur verið boðað til nýs fund­ar. Ekki náðist í for­svars­menn FFÍ við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert