Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í kvöld vegna óvelkomins aðila í heimahúsi í austurhluta Reykjavíkurborgar. Þegar lögregla var að vísa aðilanum út úr húsinu sló hann lögreglukonu í andlitið. Hann var vistaður í fangaklefa í kjölfarið.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en ekki kom fram hvort lögreglukonan slasaðist.
Ökumaður var tekinn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut fyrr í kvöld fyrir að aka bifreið sinni á 119 km/klst þar sem hámarkshraði er 50 km/klst.