„Alger lágkúra“

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og formaður vel­ferðar­nefnd­ar Alþing­is, seg­ir ákvörðun Icelanda­ir Group um að segja öll­um flug­freyj­um fé­lags­ins upp ófor­svar­an­lega. 

„Mer finnst þetta bara al­ger lág­kúra. Nú verða stjórn­völd að senda skýr skila­boð um að svona ger­ir maður ekki. Maður sér bara fyr­ir sér af­leiðing­arn­ar ef stjórn­völd bregðast ekki við með nein­um hætti. Hvað verður þá um kjaraviðræður til framtíðar, þegar svona stórt fé­lag hef­ur svona lít­inn mór­alsk­an sans?“ seg­ir Helga Vala við mbl.is.

Icelanda­ir til­kynnti í dag að til stæði að leit­ast við að gera kjara­samn­ing við annað flug­freyju­fé­lag en Flug­freyju­fé­lag Íslands, eft­ir að til­raun­ir til að gera samn­ing við fé­lagið runnu út í sand­inn. Um 900 flug­freyj­ur voru þegar á upp­sagn­ar­fresti en ákvörðunin hef­ur það í för með sér að þær 40 sem voru enn við störf hætta á mánu­dag­inn og flug­menn ganga í störf þeirra.

„Vilj­um við að þetta sé þannig með okk­ar stóra flug­fé­lag?“

„Við hljót­um öll að bíða eft­ir að það komi út­spil frá rík­is­stjórn­inni vegna þessa. All­ar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa meira og minna miðað að þessu fé­lagi og það er eðli­legt að gerð sé krafa um að það hegði sér ekki svona,“ seg­ir Helga. 

Fram hef­ur komið að stjórn­völd séu und­ir­bú­in að lána Icelanda­ir ef hluta­fjárút­boð fer að ósk­um og Helga seg­ir einnig að í ljósi slíkra fyr­ir­ætl­ana sé eðli­legt að gerðar séu kröf­ur um fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins. Óljóst er hvort samið verði við ís­lenskt stétt­ar­fé­lag eða er­lent.

„Það er brúkað í sum­um ríkj­um að semja við er­lend­ar starfs­manna­leig­ur sem leigja út svona flug­freyj­ur og -þjóna, en vilj­um við að þetta sé þannig með okk­ar stóra flug­fé­lag, sem hef­ur verið að fá ofboðsleg­an stuðning á síðustu mánuðum? Það get­ur ekki bara tekið ákvörðun um að kné­setja heilt stétt­ar­fé­lag,“ seg­ir Helga Vala.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert