Sex smit — fimm bíða eftir mótefnamælingu

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Kór­ónu­veira greind­ist í sex sýnum við landa­mær­um Íslands í gær en við mót­efna­mæl­ingu kom í ljós að eitt smit var gamalt og viðkomandi með mótefni. Beðið er eftir mótefnamælingu hjá hinum fimm.

Þetta kemur fram á covid.is.

Fimm eru í einangrun með virkt smit og 90 í sóttkví.

1.460 sýni voru tek­in við landa­mær­in í gær og 179 á sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans.

43.180 sýni hafa verið tek­in við landa­mær­in síðan skimun hófst 15. júní, en inn­an­lands­sýni eru 68.574. Staðfest smit eru orðin 1.922.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert