Samningar í höfn hjá flugfreyjum og Icelandair

Guðlaug Lín­ey Jó­hanns­dótt­ir, formaður Flug­freyju­fé­lags­ins, í karphúsinu í nótt eftir …
Guðlaug Lín­ey Jó­hanns­dótt­ir, formaður Flug­freyju­fé­lags­ins, í karphúsinu í nótt eftir að samningar voru undirritaðir. mbl.is/Snorri Már

Samn­ing­ur milli flug­freyja hjá Flug­freyju­fé­lagi Íslands og Icelanda­ir var und­ir­ritaður núna á öðrum tím­an­um í nótt í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara. Samn­ing­ur­inn gild­ir út sept­em­ber 2025, en hann bygg­ir á sömu for­send­um og fyrri samn­ing­ur sem felld­ur var í at­kvæðagreiðslu fé­lags­manna.

Greidd verða at­kvæði um samn­ing­inn á næst­unni og er bú­ist við niður­stöðu 27. júlí.

Icelanda­ir sleit viðræðum við FFÍ og sagði upp öll­um flug­freyj­um fé­lags­ins á föstu­dag­inn og boðaði að flug­menn myndu ganga í störf þeirra uns samið yrði við annað stétt­ar­fé­lag. Í dag rofaði þó til og byrjuðu viðræður milli samn­ingaaðila á ný.

Í til­kynn­ingu Icelanda­ir kem­ur fram að samn­ing­ur­inn feli í sér „aukna hagræðingu frá þeim [fyrri] samn­ing, án þess að skerða kjör flug­freyja og flugþjóna.“

Þá er haft eft­ir Boga Nils Boga­syni, for­stjóra Icelanda­ir, að með þess­um samn­ingi „næst sú hagræðing sem við telj­um nauðsyn­lega. Und­an­farn­ir dag­ar hafa reynt veru­lega á og ég er af­skap­lega sátt­ur að við séum að ná lend­ingu. Þetta er gríðarlega mik­il­vægt skref í því stóra verk­efni sem við stönd­um frammi fyr­ir.”

Frá einum af samningafundi flugfreyja og Icelandair hjá ríkissáttasemjara.
Frá ein­um af samn­inga­fundi flug­freyja og Icelanda­ir hjá rík­is­sátta­semj­ara. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert