Samningar í höfn hjá flugfreyjum og Icelandair

Guðlaug Lín­ey Jó­hanns­dótt­ir, formaður Flug­freyju­fé­lags­ins, í karphúsinu í nótt eftir …
Guðlaug Lín­ey Jó­hanns­dótt­ir, formaður Flug­freyju­fé­lags­ins, í karphúsinu í nótt eftir að samningar voru undirritaðir. mbl.is/Snorri Már

Samningur milli flugfreyja hjá Flugfreyjufélagi Íslands og Icelandair var undirritaður núna á öðrum tímanum í nótt í húsnæði ríkissáttasemjara. Samningurinn gildir út september 2025, en hann byggir á sömu forsendum og fyrri samningur sem felldur var í atkvæðagreiðslu félagsmanna.

Greidd verða atkvæði um samninginn á næstunni og er búist við niðurstöðu 27. júlí.

Icelanda­ir sleit viðræðum við FFÍ og sagði upp öll­um flug­freyj­um fé­lags­ins á föstudaginn og boðaði að flug­menn myndu ganga í störf þeirra uns samið yrði við annað stétt­ar­fé­lag. Í dag rofaði þó til og byrjuðu viðræður milli samningaaðila á ný.

Í tilkynningu Icelandair kemur fram að samningurinn feli í sér „aukna hagræðingu frá þeim [fyrri] samning, án þess að skerða kjör flugfreyja og flugþjóna.“

Þá er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að með þessum samningi „næst sú hagræðing sem við teljum nauðsynlega. Undanfarnir dagar hafa reynt verulega á og ég er afskaplega sáttur að við séum að ná lendingu. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref í því stóra verkefni sem við stöndum frammi fyrir.”

Frá einum af samningafundi flugfreyja og Icelandair hjá ríkissáttasemjara.
Frá einum af samningafundi flugfreyja og Icelandair hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka