68 milljörðum verri niðurstaða ríkisins 2019

Þetta er í þriðja sinn sem ríkisreikningur er birtur í …
Þetta er í þriðja sinn sem ríkisreikningur er birtur í samræmi við lög um opinber fjármál. mbl.is/Árni Sæberg

Af­koma rík­is­sjóðs var nei­kvæð um 39 millj­arða króna á síðasta ári. Fjár­lög þess árs höfðu hins veg­ar gert ráð fyr­ir 29 millj­arða króna af­gangi. Var niðurstaða rík­is­sjóðs því 68 millj­örðum króna lak­ari á ár­inu en gert hafði verið ráð fyr­ir. Þetta kem­ur fram í end­ur­skoðuðum rík­is­reikn­ingi árs­ins 2019 sem Fjár­sýsla rík­is­ins birti á dög­un­um.

Skatt­tekj­ur rík­is­ins námu 654 millj­örðum króna, 44 millj­örðum minna en áætlað var í fjár­lög­um. Þá námu trygg­inga­gjöld tæp­um 97 millj­örðum sam­an­borið við 101 millj­arð sam­kvæmt fjár­lög­um. Aðrar tekj­ur skiluðu rík­inu 76 millj­örðum, sam­an­borið við 93 millj­arða sam­kvæmt fjár­lög­um. Alls voru tekj­ur rík­is­ins því 64 millj­örðum minni en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Þá voru gjöld rík­is­ins fjór­um millj­örðum yfir áætl­un.

Heild­ar­skuld­ir rík­is­sjóðs námu um 1.920 millj­örðum króna um ára­mót­in og höfðu þá hækkað um 20% að nafn­v­irði milli ára. Inni í þess­um töl­um eru ófjár­magnaðar líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar rík­is­sjóðs. Hækkuðu lang­tíma­skuld­ir um 22% en það skýrist að miklu leyti af færslu 180 ma.kr. hlut­deild­ar rík­is­sjóðs í skuld­um dótt­ur­fé­laga með nei­kvæða eig­in­fjár­hlut­deild, einkum vegna breyt­inga á Íbúðalána­sjóði, að því er seg­ir í grein­ingu Hag­sjár Lands­bank­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka