Fáum loks að njóta sumarsins á ný

Hefðbundið sumarveður er í kortunum næstu daga, að sögn veðurfræðings.
Hefðbundið sumarveður er í kortunum næstu daga, að sögn veðurfræðings. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Eftir haustlega helgi fáum við loks aftur að njóta sumarsins enda rólegheitaveður í kortunum fyrir næstu daga og milt veður.“ Þannig hefjast hugleiðingar veðurfræðings á Veðurstofunni þennan morguninn.

Óvenjudjúp lægð miðað við árstíma hefur gert landsmönnum grikk síðustu daga með tilheyrandi rigningu og vindi og var gul viðvörun í gildi víða á landinu á laugardag en appelsínugul á Vestfjörðum. Í samtali við mbl.is segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, að lægðin sé nú komin norðaustur fyrir land, farin að grynnast og valdi litlum usla. „Því er bara venjulegt sumarveður í kortunum næstu daga,“ segir Birgir.

Spáð er björtu veðri víðast hvar á landinu í dag og hita á bilinu 10-16 gráður sunnanlands en 8-13 norðanlands. Smá strekkingur er við norðausturströndina þar sem enn eimir eftir af lægðinni fram eftir morgni, en síðla dags er spáð hægviðri og líkur á síðdegisskúrum.

Á morgun er spáð hita á bilinu 9-15 gráður á landinu og svipað verður upp á teningnum á miðvikudag.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert