Gras skýtur rótum á nýjasta verkinu

Náttúran hefur tekið fram fyrir hendur borgaryfirvalda.
Náttúran hefur tekið fram fyrir hendur borgaryfirvalda. mbl.is/sisi

Grjóthrúgurnar sem sturtað var á grasbletti við Eiðsgranda fyrr í sumar hafa að vonum vakið mikla athygli.

Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur upplýsti í viðtali hér í blaðinu að verið væri að búa til eins konar „strandgarð“ og myndu grjóthrúgurnar gegna lykilhlutverki þegar kæmi að því að rækta upp strandplöntur á borð við melgresi, sæhvönn, fjörukál, blálilju og baldursbrá.

Þá myndu hrúgurnar skapa svæði sem krefðust minni umhirðu og sem þyrftu ekki grasslátt. Svo virðist sem náttúran hafi tekið fram fyrir hendur borgaryfirvalda því sjálfsprottið gras hefur fest rætur í grjótinu eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert