„Skein í gegn að fólk er í sárum“

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins.
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins. mbl.is/Alexander

Hús­fyll­ir var í veislu­sal Hót­el Nordica á Suður­lands­braut nú í há­deg­inu þegar stjórn Flug­freyju­fé­lags­ins kynnti nýj­an kjara­samn­ing fyr­ir fé­lags­mönn­um. Samn­ing­ur­inn er áþekk­ur þeim sem und­ir­ritaður var í síðasta mánuði, en flug­freyj­ur felldu síðan með 72,65% greiddra at­kvæða í at­kvæðagreiðslu.

Guðlaug Lín­ey Jó­hanns­dótt­ir, formaður Flug­freyju­fé­lags­ins, seg­ir að mik­il sam­heldni hafi verið hjá fé­lags­mönn­um á fund­in­um. „Þetta var ekki átaka­fund­ur, en hins veg­ar skein í gegn að fólk er í sár­um eft­ir at­b­urði síðustu daga.“

„Við feng­um yfir okk­ur þann raun­veru­leika að gengið yrði fram­hjá okk­ur, öll­um starfs­mönn­um sagt upp og búið yrði til nýtt stétt­ar­fé­lag til að lækka laun okk­ar til fram­búðar,“ seg­ir Guðlaug spurð hvernig hún hafi reynt að höfða til þeirra fé­lags­manna sem felldu síðasta samn­ing, um að samþykkja þenn­an.

Hún vill þó aðspurð ekki taka und­ir að út­spil Icelanda­ir um að segja upp öll­um flug­freyj­um fé­lags­ins á föstu­dag og boða kjaraviðræður við „annað stétt­ar­fé­lag“ hafi verið hót­un sem gekk upp. „Nei, ég myndi ekki segja það. Auðvitað var okk­ur brugðið, en Flug­freyju­fé­lagið hafði frum­kvæði að því að funda á ný og stoppa þessa veg­ferð,“ seg­ir hún.

Þeir fé­lags­menn sem mbl.is ræddi við á staðnum voru frek­ar á því að samn­ing­ur­inn yrði samþykkt­ur en felld­ur, en þó mátti greina mikla óvissu með framtíðina. Gremja í garð stjórn­enda Icelanda­ir var kannski það helsta sem sam­einaði viðstadda.

Fara með málið lengra ef þörf er á

Þung orð voru lát­in falla í kjöl­far ákvörðunar Icelanda­ir um að slíta viðræðum og segja upp öll­um flug­freyj­um. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, sakaði Icelanda­ir til að mynda um að að sniðganga leik­regl­ur vinnu­markaðar­ins og Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, sagði upp­sagn­irn­ar grimmi­lega aðför að flug­freyj­um. Þá sagði Magnús Norðdahl, lög­fræðing­ur ASÍ, að upp­sagn­irn­ar væru brot á 4. grein laga um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur. Hafði því meðal ann­ars verið velt fram hvort flug­freyj­ur myndu skjóta mál­inu til fé­lags­dóms.

Spurð hvort Flug­freyju­fé­lagið muni beita sér í mál­inu eða láta það ótalið úr því samið hef­ur verið, seg­ir Guðlaug að áhersla fyr­ir­tæk­is­ins sé nú öll á að kynna samn­ing­inn og koma hon­um í at­kvæðagreiðslu. „Það er nokkuð ljóst eft­ir svona stór­an samn­ing að þá þarf að horfa á mál út frá öll­um sjón­ar­horn­um. Við mun­um kryfja þetta mál og fara með það lengra ef við telj­um að þörf sé á.“ seg­ir Guðlaug. Þá seg­ir hún aðspurð að málið falli ekki sjálf­krafa niður þótt flug­freyj­ur samþykki samn­ing­inn.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka