Mikill áhugi á öskurherferðinni

Ljósmynd/InspiredByIceland

Streitulosandi markaðsherferðin Let it Out hefur vakið gríðarlega athygli erlendra fjölmiðla sem hafa fjallað um Ísland og verkefnið á mjög jákvæðum nótum. Á fyrstu fimm dögum herferðarinnar hefur hún verið til umfjöllunar í um 350 erlendum miðlum sem ná samanlagt til tæplega 1,5 milljarða lesenda. 

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Íslandsstofu hafa tæplega 300.000 heimsóknir komið á vefsíðu verkefnisins frá því að hún fór í loftið og rúmlega 25.000 öskur hafa verið tekin upp. Kynningarmyndband herferðarinnar hefur verið spilað rúmlega 2,8 milljón sinnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert