Vandi sem ekki mun hverfa

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. Ernir Eyjólfsson

Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs eru mikið áhyggjuefni. Lítið hefur verið gert til að bregðast við vandanum, sem einungis hefur aukist undanfarin ár. Þetta segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum.

Að því er fram kemur í ríkisreikningi fyrir árið 2019 felst ein helsta skuldbinding ríkissjóðs í lífeyrisskuldbindingum vegna B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Þar segir jafnframt að ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar hafi hækkað um tæpa 75 ma. kr. milli áranna 2018 og 2019, eða úr 647 ma. kr. í 722 ma. kr.

Jukust þær því um tæp 12%, sem er meira en árin tvö þar á undan. Að sögn Ara hefur lítið verið gert til að bregðast við vandanum. „Þetta er búið að vera áhyggjuefni í mörg ár. Þetta er í raun tifandi tímasprengja,“ segir Ari í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag og bætir við að þegar fram líða stundir verði vandinn orðinn gríðarlega mikill.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert