Ekki svigrúm til nýrra útgjalda ríkissjóðs

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyr­ir ýmis já­kvæð teikn á lofti í bar­átt­unni gegn kór­ónu­veirunni, rík­ir enn mik­il óvissa um framtíð henn­ar. Fjár­málaráðherra seg­ir það stöðugan lær­dóm að meta áhrif far­ald­urs­ins á efna­hag lands­ins og úrræðin þurfi að taka mið af þeirri óvissu sem rík­ir. Þá seg­ir hann ekki svig­rúm fyr­ir ný rekstr­ar­út­gjöld.

Í sam­tali við mbl.is rek­ur Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra stöðu fjár­mála og efna­hags nú í lok fyrsta miss­er­is far­ald­urs­ins. Hann seg­ir að tíma­bilið hafi mark­ast af mik­illi óvissu og stöðugum lær­dómi um áhrif veirunn­ar og þeirra úrræða sem hægt er að beita til efna­hags­legr­ar viðspyrnu. Hann tel­ur að ferlið hafi gengið vel, en seg­ir að horf­ast verði í augu við að ekki sé hægt að sjá langt inn í framtíðina hvað áhrif­in varðar, hvorki á alþjóðavísu né inn­an­lands.

Bjarni bend­ir á að áhrif­in séu ekki bara á ferðaþjón­ustu, held­ur einnig á orku­frek­an iðnað, sem auki enn á vand­ann. Um viðbrögð stjórn­valda seg­ir Bjarni: „Við höf­um lagt áherslu á að nota sveiflu­jafn­ara rík­is­fjár­mála, sem bygg­ir á góðri skulda­stöðu og leyf­um rík­is­sjóði að fara í gegn með halla, í þeirri trú að það sé besta stefn­an í dag,“ með því megi verja störf­in og forðast harka­leg­an niður­skurð og skatta­hækk­an­ir, sem myndi verka sem „tvö­fald­ur löðrung­ur á hag­kerfið“. Hann seg­ir að með op­in­beru fjár­fest­ingar­átaki sé farið á móti straumn­um, til að tryggja betri lands­fram­leiðslu og fleiri störf í þeirri trú að „vél­arn­ar fari í gang sem fyrst“.

Bak­slag veirunn­ar og áhrif þess

Í máli sótt­varna­lækn­is í gær kom fram álit hans að margt væri óráðið um þróun kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins og eitt til tvö ár gætu verið í not­hæft bólu­efni. Spurður um framtíðar­horf­ur seg­ir Bjarni að ástandið eigi að vera okk­ur áminn­ing um skyn­sam­lega hegðun. Ekki megi gera ráð fyr­ir því að veir­an hverfi, held­ur verði að gera allt til að hefta út­breiðslu henn­ar, ell­egar sitja uppi með nei­kvæðar af­leiðing­ar. Hann seg­ir það al­veg ljóst að ef ekki tak­ist að örva hag­vöxt, þá bíði ekk­ert annað en aðlög­un að nýj­um veru­leika. „Þá þurf­um við að sætta okk­ur við að sú op­in­bera þjón­usta sem við höld­um úti í dag, að verðmæta­sköp­un stend­ur ekki und­ir henni.“ Hann bæt­ir við að áhersl­an sé á að end­ur­heimta verðmæta­sköp­un, en að ekki sé svig­rúm fyr­ir ný rekstr­ar­út­gjöld.

Víða já­kvæðni

Bjarni seg­ir að margt gangi vel þessa dag­ana. Mikið líf sé í inn­lendri eft­ir­spurn og á ferðalagi um landið hafi hann orðið þess var að talað sé um Íslend­inga sem góða viðskipta­vini. Blik­ur eru þó á lofti í ferðaþjón­ustu og lík­ur á sam­drætti þegar sum­ar­leyf­is­dög­um land­ans lýk­ur. Um úrræði rík­is­stjórn­ar seg­ir Bjarni að mörg úrræði hafi verið kynnt og langt hafi verið gengið í því að veita fyr­ir­tækj­um skjól. Nefn­ir hann stuðning á upp­sagn­ar­fresti og stuðningslán sem veitt eru í gegn­um fjár­mála­fyr­ir­tæk­in, en bend­ir jafn­framt á að því miður muni mörg fyr­ir­tæki þurfa að laga sig að minni eft­ir­spurn. Aðspurður um framtíðina seg­ir Bjarni að á hana verði að trúa. Veir­an muni ganga yfir og þá verði innviðir og reynsla til staðar. Margt verði þó lík­lega gert öðru­vísi en í síðustu at­lögu, sem ein­kennd­ist af gríðarleg­um vexti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka