Fellst á tillögur Þórólfs

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um breytingar á samkomutakmörkunum 4. ágúst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra hef­ur fall­ist á til­lög­ur Þórólfs Guðna­son­ar sótt­varna­lækn­is um breytt­ar regl­ur um sam­komutak­mark­an­ir, sem taka gildi þriðju­dag­inn 4. ág­úst. Verða nú­gild­andi regl­ur því fram­lengd­ar þangað til.

Breyt­ing­arn­ar, sem taka gildi 4. ág­úst, eru þær að fjölda­tak­mörk­un sam­koma mun miða við 1.000 manns í stað 500. Þá mega skemmti-staðir og aðrir vín­veit­ingastaðir hafa opið til miðnætt­is í stað 23 eins og verið hef­ur.

Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is seg­ir að nú þegar skiman­ir á landa­mær­um séu komn­ar í gott horf sé ljóst að opn­un landa­mæra hafi ekki leitt til aukn­ing­ar á inn­an­lands­smit­um. Fjór­tán virk smit hafa greinst á landa­mær­un­um hjá þeim 30.000 farþegum sem farið hafa í skimun og ell­efu inn­an­lands­smit greinst frá þeim. Eng­in önn­ur inn­an­lands­smit hafa greinst frá 15. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka