Draga yfirlýsinguna til baka

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Kristinn Magnússon

Stjórn VR hefur dregið yfirlýsingu sína frá 17. júlí til baka, þar sem þeim tilmælum var beint til þeirra stjórnarmanna sem VR tilnefnir í Lífeyrissjóð verzlunarmanna, að sniðganga væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, hefur verið harðlega gagnrýndur af Samtökum atvinnulífsins, seðlabankastjóra og fleirum fyrir að reyna með tilmælunum að hafa áhrif á fjárfestingarákvarðanir þeirra stjórnarmanna sem hann tilnefnir í stjórn lífeyrissjóðsins.

Hann lagði til að yfirlýsingin yrði dregin til baka og nú hefur stjórnin samþykkt að gera svo. Hún hefur verið fjarlægð af vefnum.

Verkalýðshreyfingin, sameinuð, gekk fastlega fram þegar samningsréttinum var ógnað. Samningsrétturinn er grundvöllur kjarasamninga og stéttarbaráttunnar. Hann er jafnframt grundvöllur fyrir þeim lífskjörum og réttindum sem við teljum sjálfsögð í okkar samfélagi en hafa áunnist með samstöðu vinnandi stétta,“ segir í tilkynningunni þar sem fyrri tilkynningin er dregin til baka.

Í upphaflegu yfirlýsingunni sagði meðal annars að stjórn VR gæti ekki sætt sig við að „eft­ir­launa­sjóðir launa­fólks séu notaðir til fjár­fest­inga í fyr­ir­tækj­um sem hvetja til fé­lags­legra und­ir­boða. Það stríðir gegn öll­um þeim gild­um sem verka­lýðshreyf­ing­in stend­ur fyr­ir.“ Þar var verið að vísa til Icelandair og kom yfirlýsingin í kjölfar þess að félagið sagði upp öllum flugfreyjum félagsins í miðjum kjaraviðræðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert