„Mikill heiður“ að leiða bandaríska teymið á Íslandi

Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. mbl.is/Sigurður Bogi

„Áhersla okk­ar í banda­ríska sendi­ráðinu á Íslandi er áfram sú sama og hún hef­ur ávallt verið – það er að styrkja tví­hliða sam­band Banda­ríkj­anna og Íslands sem er til hags­bóta fyr­ir okk­ar frá­bæru þjóðir,“ seg­ir Jef­frey Ross Gun­ter, sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi, í svari til mbl.is.

„Það er mér mik­ill heiður að leiða okk­ar teymi á þess­um far­sæla tíma­bili gagn­kvæmr­ar velþókn­un­ar og virðing­ar milli Banda­ríkj­anna og Íslands,“ bæt­ir hann við í svari við fyr­ir­spurn mbl.is sem laut að um­fjöll­un CBS News um sendi­herr­ann.

Í þeirri um­fjöll­un kom meðal ann­ars fram að Gun­ter hefði verið „væni­sjúk­ur“ um ör­yggi sitt síðan hann var skipaður sendi­herra hér á landi á síðasta ári og að hann hafi meðal ann­ars óskað eft­ir því að ut­an­rík­is­ráðuneyti Band­ríkj­anna að sér yrði út­vegað sér­stakt leyfi til að bera skot­vopn hér á landi.

Banda­rísk stjórn­völd tjá sig ekki um ein­staka mál

Í fyr­ir­spurn mbl.is til sendi­herr­ans og banda­ríska sendi­ráðsins var meðal ann­ars spurt hvort um­fjöll­un CBS News væri efn­is­lega rétt, hvort að sendi­herr­ann upp­lifi að hann sé ör­ugg­ur hér á landi og hvort að hon­um hefði borist hót­an­ir vegna stöðu sinn­ar sem sendi­herra á Íslandi.

Sendi­ráð Banda­ríkj­anna sagði í aðskildu svari við fyr­ir­spurn mbl.is að það væri al­menn stefna banda­rískra stjórn­valda að tjá sig ekki um sér­stök ör­ygg­is­mál sem snúa að sendi­ráðum eða starfs­fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert