Ákváðu að halda ferð sinni áfram

Björgunarsveitir að störfum á Hornströndum. Mynd úr safni.
Björgunarsveitir að störfum á Hornströndum. Mynd úr safni. Ljósmynd/Landsbjörg

Unga parið sem björgunarsveitir leituðu í nótt á Hornströndum ákvað að halda ferð sinni áfram. Hóp­ur björg­un­ar­sveitar­fólks sem gekk frá Fljóta­vík í Hlöðuvík í nótt fann parið í tjaldi í Hlöðuvík, en þau óskuðu eft­ir aðstoð seint í gær­kvöldi þar sem svartaþoka var á göngu­leiðinni.

Fólkið var ágætlega á sig komið, að sögn Davíðs Más Bjarna­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar. 

„Þau voru brött og höfðu náð að bjarga sér sjálf, en höfðu ekki aðstæður til að láta vita af því,“ segir Davíð í samtali við mbl.is.

Björgunarbáturinn Gísli Jóns lagði af stað frá Ísafirði um miðnætti í gærkvöldi með fólk til leitarinnar, en alls leituðu níu björgunarsveitarmenn parsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert