Starfsemi ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, er í kreppu af mörgum ástæðum. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem á dögunum lét af starfi framkvæmdastjóra mannréttinda- og lýðræðismála hjá stofnuninni.
Hún kveðst hafa verið grandalaus gagnvart afstöðu Tyrkja sem lögðust gegn áframhaldandi störfum hennar hjá stofnuninni og svo fór að allir æðstu yfirmenn ÖSE létu af störfum.
Í þessu sambandi segir Ingibjörg Sólrún að komið geti til að í nokkrum aðildarríkjum séu hugmyndir um lýðræði og frelsi fjölmiðla aðrar en almennt gerist. Þetta gildi raunar einnig um mannréttindamál, en í fordæmalausu ástandi á tímum Covid-19 að undanförnu hafi bágar og fordæmalausar aðstæður ýmissa hópa í Evrópu, svo sem rómafólks, komið fram – og tækifæri þeirra séu ekki söm og fjöldans. Aðgengi að tölvum og netinu sé veigamikill þáttur í því sambandi, segir Ingibjörg Sólrún.