Margir slasast á rafmagnsskútum

Skútari. Á siglingu á ferðamáta framtíðar. Rafknúin hlaupahjól þykja henta …
Skútari. Á siglingu á ferðamáta framtíðar. Rafknúin hlaupahjól þykja henta vel til dæmis í borgarumferðinni. mbl.is/Hari

Undanfarið hafa einn til tveir skjólstæðingar leitað daglega á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eftir slys á rafmagnshlaupahjólum, svokölluðum skútum. Æ fleiri fara nú um á slíkum farartækjum og í sumar hefur orðið sprenging í notkun þeirra.

„Hvort sem fólk ferðast í bíl, hleypur, hjólar eða er í boltaleikjum; öllu fylgja slys. Við á bráðamóttöku teljum samt ekki að slys af völdum rafknúinna hlaupahjóla séu óvenju mörg, miðað við hve margir nota þau. Kannski þvert á móti,“ segir Hjalti Már Björnsson yfirlæknir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Flest slys sem tengjast notkun rafmagnsskúta hafa hingað til verið minniháttar, að sögn Hjalta Más. Þeir sem skúturnar nota eru yfirleitt ungt fólk sem hefur til dæmis misst vald á farartækinu og dottið, ekið á gangstéttarbrúnir og svo framvegis. Sumir hafa af þessu brákast á höndum, fengið minniháttar höfuðhögg og slíkt, þótt í einstaka tilvikum hafi þurft meiri inngrip lækna.

Hjalti Már Björnsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.
Hjalti Már Björnsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Mbl.is/Arnþór Birkisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert