70% vilja skoða sameiningu á höfuðborgarsvæðinu

15% nefndu sameiningu Hafnarfjarðar og Garðabæjar, um 10% sameiningu Kópavogs …
15% nefndu sameiningu Hafnarfjarðar og Garðabæjar, um 10% sameiningu Kópavogs og Garðabæjar og rúm 8% vildu sameina Reykjavík og Kópavog. mbl.is

Sjö af hverjum tíu íbúum höfuðborgarsvæðisins telja að sameina megi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og vilja flestir að öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins verði sameinuð. Mest er fylgið meðal íbúa í Reykjavík en minnst í Mosfellsbæ.

Þetta eru niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið lét gera meðal íbúa og birtar eru í blaðinu í dag. Þar kemur fram að 81% Reykvíkinga sé þeirrar skoðunar að sameina megi einhver sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Rúm 73% Kópavogsbúa eru sama sinnis, tæp 58% Hafnfirðinga og rétt rúmur helmingur Garðbæinga. Rúm 35% Seltirninga vilja sameiningu og um 32% íbúa Mosfellsbæjar. Þá telja rúm 80% íbúa á landsbyggðinni að sameina megi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. 

Af íbúum á höfuðborgarsvæðinu svöruðu flestir því að sameina mætti öll sveitarfélögin á svæðinu og næstflestir vildu sameina Reykjavík og Seltjarnarnes. 15% nefndu sameiningu Hafnarfjarðar og Garðabæjar, um 10% sameiningu Kópavogs og Garðabæjar og rúm 8% vildu sameina Reykjavík og Kópavog.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði og formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, segir í viðtali við Fréttablaðið að hún hafi ekki fundið fyrir áhuga eða þrýstingi frá íbúum um sameiningu. Niðurstöðurnar bendi ekki til þess að málið sé mjög brýnt í hugum fólks, en íbúar á svæðinu virðist vera opnir fyrir því að slíkt verði skoðað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert