70% vilja skoða sameiningu á höfuðborgarsvæðinu

15% nefndu sameiningu Hafnarfjarðar og Garðabæjar, um 10% sameiningu Kópavogs …
15% nefndu sameiningu Hafnarfjarðar og Garðabæjar, um 10% sameiningu Kópavogs og Garðabæjar og rúm 8% vildu sameina Reykjavík og Kópavog. mbl.is

Sjö af hverj­um tíu íbú­um höfuðborg­ar­svæðis­ins telja að sam­eina megi sveit­ar­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu og vilja flest­ir að öll sveit­ar­fé­lög höfuðborg­ar­svæðis­ins verði sam­einuð. Mest er fylgið meðal íbúa í Reykja­vík en minnst í Mos­fells­bæ.

Þetta eru niður­stöður könn­un­ar sem Frétta­blaðið lét gera meðal íbúa og birt­ar eru í blaðinu í dag. Þar kem­ur fram að 81% Reyk­vík­inga sé þeirr­ar skoðunar að sam­eina megi ein­hver sveit­ar­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu. Rúm 73% Kópa­vogs­búa eru sama sinn­is, tæp 58% Hafn­f­irðinga og rétt rúm­ur helm­ing­ur Garðbæ­inga. Rúm 35% Seltirn­inga vilja sam­ein­ingu og um 32% íbúa Mos­fells­bæj­ar. Þá telja rúm 80% íbúa á lands­byggðinni að sam­eina megi sveit­ar­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Af íbú­um á höfuðborg­ar­svæðinu svöruðu flest­ir því að sam­eina mætti öll sveit­ar­fé­lög­in á svæðinu og næst­flest­ir vildu sam­eina Reykja­vík og Seltjarn­ar­nes. 15% nefndu sam­ein­ingu Hafn­ar­fjarðar og Garðabæj­ar, um 10% sam­ein­ingu Kópa­vogs og Garðabæj­ar og rúm 8% vildu sam­eina Reykja­vík og Kópa­vog.

Rósa Guðbjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði og formaður Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir í viðtali við Frétta­blaðið að hún hafi ekki fundið fyr­ir áhuga eða þrýst­ingi frá íbú­um um sam­ein­ingu. Niður­stöðurn­ar bendi ekki til þess að málið sé mjög brýnt í hug­um fólks, en íbú­ar á svæðinu virðist vera opn­ir fyr­ir því að slíkt verði skoðað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka