Dæmdur fyrir að fróa sér í strætisvagni

mbl.is/Hjörtur

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum, en hann fróaði sér í strætisvagni á leið frá Reykjanesbæ í Hafnarfjörð. Þrjú vitni urðu að athæfi mannsins, meðal annars tvær stúlkur undir lögræðisaldri.

Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun mánaðarins, en dómurinn var þó ekki birtur fyrr en í dag. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi og viðurkenndi bótaskyldu. Hann taldi þó bótakröfu úr hófi, en foreldrar stúlknanna fóru fram á 800 þúsund krónur í miskabætur fyrir hvora stúlku. Dómurinn taldi sanngjarnt að dæma þeim 500 þúsund hvorri.

Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða sakarkostnað upp á rúmlega 600 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert