Fríð sýnum en engin baráttukona

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir furðar sig á upplýsingaskilti Umhverfisstofnunar um Sigríði …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir furðar sig á upplýsingaskilti Umhverfisstofnunar um Sigríði í Brattholti og spyr hvort stofnunin geti ekki lagfært textann. Ljósmynd/Rósa Braga

Ekki er minnst orði á bar­áttu Sig­ríðar Tóm­as­dótt­ur í Bratt­holti gegn því að Gull­foss yrði virkjaður á upp­lýs­inga­skilti Um­hverf­is­stofn­un­ar sem stend­ur við foss­inn. Þess í stað er skil­merki­lega greint frá því að Sig­ríður hafi verið meðal­kona á hæð, nokkuð þrek­in og þótt fríð sýn­um á yngri árum.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, vek­ur at­hygli á skilt­inu í færslu á Face­book, en þar seg­ist hún ekki geta orða bund­ist vegna text­ans þar sem ekk­ert sé minnst á það hvernig Sig­ríður opnaði augu al­menn­ings fyr­ir gildi og feg­urð foss­ins og mik­il­vægi hans og annarra ósnort­inna nátt­úruperla.

Skiltið er á fjór­um tungu­mál­um og seg­ist Ingi­björg ekki geta ímyndað sér annað en út­lend­ing­ar sem lesi text­ann hljóti að velta því fyr­ir sér hvað þeim komi þessi kona við, sem vann sér helst til frægðar að fylgja ferðamönn­um að foss­in­um, ef marka má skiltið.

Sig­ríður Tóm­as­dótt­ir fædd­ist árið 1871 á bæn­um Bratt­holti en þangað komu ferðalang­ar helst á leið sinni að Gull­fossi. Henn­ar er, sem kunn­ugt er, helst minnst fyr­ir öt­ula bar­áttu sína gegn því að Gull­foss yrði virkjaður en eft­ir að Gull­foss komst í hend­ur er­lends hluta­fé­lags sem hugðist virkja hann hótaði Sig­ríður því að við fyrstu skóflu­stungu myndi hún kasta sér í foss­inn. Virkj­un­ar­áform runnu síðar út í sand­inn og leigu­samn­ing­ur hins er­lenda fé­lags féll úr gildi, líkt og greint er frá á vef Banda­lags ís­lenskra skáta en þar seg­ir að án staðfestu og fórn­fúsr­ar bar­áttu Sig­ríðar væri óvíst hvort við ætt­um Gull­foss sem þá ósnortnu þjóðarger­semi sem hann er í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert