Mörg tjaldsvæði svo gott sem lokuð

Þetta er svaka­legt kjafts­högg, seg­ir Drífa Björk Linn­et, eig­andi Hraun­borg­ar Lava Villa­ge í Gríms­nesi, um hert­ar aðgerðir stjórn­valda gegn kór­ónu­veirunni í sam­tali við mbl.is.

Heil­brigðisráðherra til­kynnti hert­ar aðgerðir gegn veirunni á blaðamanna­fundi í morg­un, en þar kom m.a. fram að aðeins sam­komu­mörk yrðu hert svo aðeins 100 manns megi koma sam­an á hverj­um stað og tveggja metra regl­an skal vera í gildi þar sem mögu­leiki er. Nýju regl­urn­ar taka í gildi á há­degi á morg­un, 31. júlí.

Á blaðamanna­fundi í dag biðlaði Víðir Reyn­is­son til fólks að fresta úti­leg­um og halda sig frek­ar heima um helg­ina. Engu að síður hafa tjaldsvæði þurft að grípa til aðgerða svo að sam­komu­mörk verði virt.

„Það er erfitt að bregðast við þessu, en við tök­um þetta al­var­lega,“ seg­ir Drífa, en tjaldsvæðið er svo gott sem lokað fyr­ir nýj­um gest­um um helg­ina. Hún seg­ir að þeir sem séu þegar til staðar gangi fyr­ir, en að ekki verði tekið við fleiri gest­um í bili.

„Þetta er rosa­lega fyr­ir­vara­lítið og við, eins og ábyggi­lega all­ir aðrir rekstr­araðilar á Íslandi, erum búin að und­ir­búa þessa stærstu helgi árs­ins.“ Búið sé að kaupa mat og drykk fyr­ir hundruð þúsunda króna og marg­ir séu þegar mætt­ir á tjaldsvæði.

Einnig hef­ur sund­laug­inni á Hraun­borg­um verið lokað var­an­lega, en að sögn Drífu verður hún lík­leg­ast ekki opnuð aft­ur fyrr en næsta sum­ar.

Hún seg­ir að fólk sé óþreyju­fullt og jafn­vel pirrað að það skuli ekki kom­ast að á tjaldsvæðum. „Það eru greini­lega all­ir í ör­vænt­ingu, sím­inn er bú­inn að loga síðan frétt­irn­ar bár­ust. All­ir eru að reyna að toga í ein­hverja spotta til að kom­ast að.“

Wikipedia

Veru­leg áhrif á rekst­ur­inn

Tjaldsvæðum á Ak­ur­eyri hef­ur verið skipt í fimm hólf, þar sem mest 100 manns mega koma sam­an. Þá verður gest­um sem koma eft­ir að tjaldsvæðin fyll­ast vísað í burtu.

Þetta seg­ir Tryggvi Marinós­son, fram­kvæmda­stjóri Hamra, rekstr­araðila tjaldsvæðanna á Ak­ur­eyri, í sam­tali við mbl. Hann seg­ir það hafa verið óþægi­legt að fá frétt­ir um hert­ar aðgerðir með svona stutt­um fyr­ir­vara. „Við erum búin að leggja í mik­inn auka­kostnað sem við hefðum ekki gert ef við hegðum vitað þetta fyrr,“ seg­ir Tryggvi.

„Þetta hef­ur veru­leg áhrif á rekst­ur­inn. Þetta hef­ur ýmis áhrif, en það þýðir ekk­ert að horfa á það.“

Stöðugur straum­ur af fólki hef­ur verið að tjaldsvæðum Ak­ur­eyr­ar það sem af er viku, en Tryggvi tel­ur að vel verði hægt að stjórna fjöld­an­um á tjaldsvæðum bæj­ar­ins.

Svo gott sem lokað

Á Húsa­felli hef­ur verið ákveðið að loka tjaldsvæðinu. Þeir sem þegar voru á svæðinu fá að vera áfram, fleir­um verður ekki hleypt inn á svæðið. Unn­ar Bergþórs­son, um­sjón­ar­maður á Húsa­felli, seg­ir að mikið verði lagt í skipt­ingu og hreins­un sal­ern­is­húsa.

Svipað er uppi á ten­ingn­um hjá öðrum tjaldsvæðum sem mbl.is setti sig í sam­band við, en lík­legt er að nýj­um gest­um verði víða vísað í burtu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka