Grímuskyldu í Strætó haldið til streitu

Frá klukkan 12 í dag verður grímuskylda í Strætó.
Frá klukkan 12 í dag verður grímuskylda í Strætó. mbl.is/Valli

Strætó hef­ur tekið ákvörðun um að halda and­lits­grímu­skyldu um borð í stræt­is­vögn­um til streitu, þrátt fyr­ir þau um­mæli Ölmu D. Möller land­lækn­is og Víðis Reyn­is­son­ar yf­ir­lög­regluþjóns í gær um að ekki þyrfti að nota grím­ur í stræt­is­vögn­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Strætó bs. og þar seg­ir að grímu­skylda verði inn­leidd frá klukk­an 12:00 í dag.

Túlkuðu „al­menn­ings­sam­göng­ur“ á ann­an hátt

Á blaðamanna­fundi stjórn­valda kom fram að þar sem ekki væri hægt að tryggja 2 metra fjar­lægð milli ótengdra ein­stak­linga yrði kraf­ist notk­un­ar and­lits­grímu sem hyl­ur nef og munn. Kom fram að þetta ætti við til dæm­is við um al­menn­ings­sam­göng­ur, þ.m.t. inn­an­lands­flug og farþega­ferj­ur.

„Strætó túlkaði regl­urn­ar þannig að hug­takið „al­menn­ings­sam­göng­ur“ ætti við um stræt­is­vagna á höfuðborg­ar­svæðinu og vinna fór af stað í sam­ræmi við það. Síðar um dag­inn kem­ur fram hjá al­manna­vörn­um að Strætó á höfuðborg­ar­svæðinu sé und­anþeg­inn grímu­skyld­unni, þar sem ferðir séu styttri og að fólk ætti frek­ar að halda 2ja metra fjar­lægð um borð í vögn­un­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Til að geta tryggt 2ja metra fjar­lægð í strætó, þá mega aðeins 20 viðskipta­vin­ir vera um borð í einu. Fram­an­greint ferli gekk ágæt­lega í hápunkti sam­komu­banns­ins í mars, en þá hafði farþegum fækkað um 60-70%. Annað er upp á ten­ingn­um í dag. Um 30.000 manns nota Strætó dag­lega og miðað við þann farþega­fjölda þá tel­ur Strætó sig ekki geta tryggt 2ja metra fjar­lægð um borð í vögn­un­um,“ seg­ir þar jafn­framt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert