Lokuðu brottfararhliðum

Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Eggert

Kefla­vík­ur­flug­völl­ur er ásamt öðrum alþjóðaflug­völl­um und­an­skil­inn þeim sam­komutak­mörk­un­um sem hafa verið í gildi frá því í upp­hafi mars.

Þá segj­ast rekstr­araðilar flug­valla hafa búnað og þekk­ingu til þess að viðhalda mjög háu hrein­læt­is- og sótt­varna­stigi í dag­legri starf­semi.

Þetta kem­ur fram í svari Isa­via við fyr­ir­spurn mbl.is, en til­efnið er frétt sem mbl.is flutti í dag af aðkom­unni sem blasti við flug­f­arþegum í brott­far­ar­sal flug­stöðvar Leifs Ei­ríks­son­ar í morg­un.

Með grím­ur þar sem raðir mynd­ast

„Alþjóðaflug­vell­ir eru staðir þar sem venju­lega fara tug­ir þúsunda farþega í gegn á degi hverj­um. Rekstr­araðilar flug­valla hafa búnað og þekk­ingu til þess að viðhalda mjög háu hrein­læt­is- og sótt­varna­stigi í dag­legri starf­semi. Þess vegna hafa alþjóðaflug­vell­ir verið und­an­skild­ir sam­komutak­mörk­un­um sem hafa verið í gildi frá upp­hafi þeirra í mars enda mikl­ar mót­vægisaðgerðir út­færðar þar í sam­starfi við heil­brigðis­yf­ir­völd,“ seg­ir í skrif­legu svari Isa­via nú síðdeg­is.

Margmenni á Keflavíkurflugvelli kl. 7.25 í morgun.
Marg­menni á Kefla­vík­ur­flug­velli kl. 7.25 í morg­un.

Fram kem­ur einnig að flugrek­end­ur reyni eft­ir fremsta megni að stýra flæði á þannig veg að farþegar þurfi ekki að vera í marg­menni.

„Ef til þess kem­ur, til dæm­is við staði þar sem raðir mynd­ast eru grímu­notk­un farþega og starfs­manna og tíð sótt­hreins­un á sam­eig­in­leg­um flöt­um þær mót­vægisaðgerðir sem farið er í," seg­ir í svari Isa­via.

Land­gang­ur­inn ekki í notk­un

Kefla­vík­ur­flug­völl­ur starfar langt und­ir af­kasta­getu nú á dög­um vegna kór­ónu­veirunn­ar en þrátt fyr­ir það kröfðust sótt­varnaaðgerðir, kröf­ur um skimun farþega og spurn­ing­ar til þeirra farþega sem koma frá ör­ugg­um svæðum, þess að loka þurfti mörg­um brott­far­ar­hliðum. Þar á meðal hinum svo­kallaða land­gangi.

„Isa­via hef­ur þurft að aðlaga hús­næðið að nýj­um kröf­ur um skimun farþega frá áhættu­svæðum og spurn­ing­um til farþega sem koma frá ör­ugg­um svæðum. Til þess að unnt sé að koma upp aðstöðu fyr­ir þessa vinnu, var nauðsyn­legt að loka þeim brott­far­ar­hliðum þar sem ekki er unnt að upp­fylla þessi skil­yrði. Það eru því færri brott­far­ar­hlið í notk­un held­ur en þegar ástandið er eðli­legt. Til dæm­is eru þau hlið sem eru á land­gang­in­um svo­kallaða ekki í notk­un.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert