Smitið á Austurlandi tengist lögregluþjónunum

Snæfell í Vatnajökulsþjóðgarði. Fyrsta smitið á Austurlandi kom upp í …
Snæfell í Vatnajökulsþjóðgarði. Fyrsta smitið á Austurlandi kom upp í hálendisskála í þjóðgarðinum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Tveir lög­reglu­menn sem voru í sótt­kví á Norður­landi eystra voru út­sett­ir fyr­ir smiti þar sem þeir um­geng­ust mann­eskju sem síðar kom í ljós að var smituð, á Aust­ur­landi en um var að ræða fyrsta smitið sem upp kom á Aust­ur­landi í ann­arri bylgju far­ald­urs­ins hér­lend­is. Þetta staðfest­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir í sam­tali við blaðamann.

Lög­reglu­menn­irn­ir eru ekki grunaðir um smit og sýna eng­in ein­kenni. 

Smitið á Aust­ur­landi kom upp í há­lend­is­skála í Vatna­jök­ulsþjóðgarði og greind­ist smitaða mann­eskj­an á þriðju­dag. Lög­reglu­menn­irn­ir tveir sinntu há­lendis­eft­ir­liti norðan Vatna­jök­uls og hittu þar mann­eskju sem reynd­ist síðar smituð. 

Fleiri smit hafa ekki komið upp á Aust­ur­landi í kjöl­far þess að fyrsta smitið greind­ist en þar eru ell­efu í sótt­kví. Ekki er vitað hvernig smitið á Aust­ur­landi kom til. 

Lög­reglu­menn­irn­ir tveir fara í sýna­töku og munu þeir sæta 14 daga sótt­kví óháð því hvort þeir reyn­ist smitaðir eður ei. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð en áður voru lög­reglu­menn­irn­ir sagðir grunaðir um smit. Það eru þeir ekki. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert