Smitrakningateymið verður þrefaldað

Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna.
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna. Ljósmynd/Lögreglan

Nú starfa rétt tæp­lega 20 manns í smitrakn­ingat­eymi al­manna­varna en teymið sam­an­stóð af um 60 manns þegar far­ald­ur kór­ónu­veiru stóð sem hæst hér­lend­is síðasta vor. Eins og áður hef­ur komið fram hef­ur smit­um fjölgað veru­lega að und­an­förnu og seg­ir Jó­hann Björn Skúla­son, yf­ir­maður smitrakn­ingat­eym­is­ins, að starfs­manna­fjöldi teym­is­ins muni vænt­an­lega þre­fald­ast á næst­unni. 

Jó­hann seg­ir að smitrakn­ing­in gangi jafn vel nú og hún gerði í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins. „Við erum að vinna al­veg sömu vinn­una og erum eig­in­lega að sjá al­veg sömu niður­stöður. Við erum búin að tengja rosa­lega marga hópa sam­an. Svo er spurn­ing hvernig þeir tengj­ast inn­byrðis. Þetta velt­ur allt á því úr hvaða upp­lýs­ing­um við höf­um að vinna.“

Jóhann telur að rakningarapp almannavarna standi fyrir sínu.
Jó­hann tel­ur að rakn­ing­arapp al­manna­varna standi fyr­ir sínu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Virðist fyrst skjóta upp koll­in­um sitt á hvað

Spurður um það hvort nú sé meira um það að smit komi upp hjá ótengd­um aðilum seg­ir Jó­hann: 

„Þegar fram í sæk­ir verður auðveld­ara að sjá teng­ing­ar en svona í byrj­un virðist þetta skjóta upp koll­in­um sitt á hvað þó við sjá­um vissu­lega sjá­um strax teng­ing­ar. Þegar einn grein­ist þá eru oft ein­hverj­ir fleiri smitaðir í kring­um hann.“

Jó­hann tel­ur að rakn­ing­arapp al­manna­varna standi fyr­ir sínu, það gefi upp staðsetn­ing­ar þess sem smitaður er en veiti teym­inu ekki upp­lýs­ing­ar um það hverj­ir hafi verið á þeim stöðum á sama tíma og sá smitaði. 

Blu­et­ooth tækn­in muni koma að gagni

Tækn­iris­arn­ir Google og Apple vinna nú að Blu­et­ooth tækni sem felst í því að þegar sím­ar eru ná­lægt hvor öðrum og virkni blu­et­ooth-tækn­inn­ar hef­ur verið heim­iluð af eig­end­um sím­anna skipt­ast sím­arn­ir á leynikóðum. Þegar leyfi er gefið fyr­ir notk­un upp­lýs­ing­anna sem verða  til með þess­ari tækni fá þau sem hafa verið í grennd við smitaðan ein­stak­ling skila­boð í sína síma um að hafa sam­band við rakn­ing­ar­t­eymið vegna fyrri ná­lægðar við smitaðan ein­stak­ling. 

Ævar seg­ir að þessi tækni muni að öll­um lík­ind­um koma að gagni. „Það er nátt­úru­lega allt annað. Þá ertu kom­inn með staðsetn­ing­ar og teng­ing­ar.“

Hef­ur lítið vægi að greina leið fyrsta smits­ins

Enn er óvitað hvernig það af­brigði veirunn­ar sem nú er í sam­fé­lag­inu barst til lands­ins og seg­ir Ævar að smitrakn­ingat­eymið leggi ekki sér­staka áherslu á að kom­ast að því. 

„Það er í raun bara verið að að bregðast við þeim smit­um sem upp eru kom­in. Það [að finna út hvernig smitið barst til lands­ins] mun í raun ekki gefa neina niður­stöðu hvort eð er.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert