Fullyrðir að hljóðið komi ekki frá göngunum

Framkvæmdastjóri ganganna segir því ekki hægt að rekja hljóð, sem …
Framkvæmdastjóri ganganna segir því ekki hægt að rekja hljóð, sem Akureyringar nokkrir hverjir hafa orðið varir við undanfarið, til ganganna eða blásara við þau.

Blás­ar­ar sem staðsett­ir eru í Vaðlaheiðargöng­um, ætlaðir til notk­un­ar vegna meng­un­ar, hafa ein­ung­is tvisvar verið sett­ir í gang á síðustu árum og það í til­rauna­skyni.

Fram­kvæmda­stjóri gang­anna seg­ir því ekki hægt að rekja hljóð, sem Ak­ur­eyr­ing­ar nokkr­ir hverj­ir hafa orðið var­ir við und­an­farið, til gang­anna eða blás­ara við þau.

„Þessi sama umræða var fyr­ir fimm árum síðan,“ seg­ir Val­geir Berg­mann. Þá sner­ist þetta um að menn heyrðu óhljóð, en þá töldu menn að þetta væri vegna vinnu­blás­ara. Það eru eng­ir blás­ar­ar í gangi í göng­un­um þannig séð, og það er ekk­ert raf­magn eða tíðni eða neitt sem kem­ur frá göng­un­um.“

„Á sín­um tíma gát­um við ekki fært sönn­ur á því að þetta væri ekki að koma frá göng­un­um, þannig að það var allt gert til að klæða blás­ar­ana og ein­angra bet­ur til þess að gera eitt­hvað,“ seg­ir Val­geir.

„Það hafa verið kenn­ing­ar um að þetta komi frá göng­un­um en ég full­yrði að svo sé ekki. Það er eng­inn blás­ari í gangi og þeir blás­ar­ar sem eru í göng­un­um hafa bara tvisvar farið í gang. Þeir eru sett­ir í gang við meng­un­araðstæður eða neyðarástand, og það er eng­in meng­un. Þegar þeir hafa farið í gang höf­um við bara verið að prófa.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert