Blásarar sem staðsettir eru í Vaðlaheiðargöngum, ætlaðir til notkunar vegna mengunar, hafa einungis tvisvar verið settir í gang á síðustu árum og það í tilraunaskyni.
Framkvæmdastjóri ganganna segir því ekki hægt að rekja hljóð, sem Akureyringar nokkrir hverjir hafa orðið varir við undanfarið, til ganganna eða blásara við þau.
„Þessi sama umræða var fyrir fimm árum síðan,“ segir Valgeir Bergmann. Þá snerist þetta um að menn heyrðu óhljóð, en þá töldu menn að þetta væri vegna vinnublásara. Það eru engir blásarar í gangi í göngunum þannig séð, og það er ekkert rafmagn eða tíðni eða neitt sem kemur frá göngunum.“
„Á sínum tíma gátum við ekki fært sönnur á því að þetta væri ekki að koma frá göngunum, þannig að það var allt gert til að klæða blásarana og einangra betur til þess að gera eitthvað,“ segir Valgeir.
„Það hafa verið kenningar um að þetta komi frá göngunum en ég fullyrði að svo sé ekki. Það er enginn blásari í gangi og þeir blásarar sem eru í göngunum hafa bara tvisvar farið í gang. Þeir eru settir í gang við mengunaraðstæður eða neyðarástand, og það er engin mengun. Þegar þeir hafa farið í gang höfum við bara verið að prófa.“
Jæja, nú á að kenna Vaðlaheiðargöngum aftur um óhljóðin sem sumir heyra. Þrátt fyrir enginn blásari sé búinn að vera í...
Posted by Valgeir Bergmann on Tuesday, August 11, 2020