Atvinnuleysi fjárhagslegt og félagslegt áfall

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. mbl.is/Ófeigur

„Að vera at­vinnu­laus er fjár­hags­legt og fé­lags­legt áfall. Áhyggj­ur af fram­færslu, skert sjálfs­traust því maður er ekki að „standa sig“, töpuð tengsl við vinnu­fé­laga og það að detta úr rútínu í dag­legu lífi reyn­ist mörg­um afar erfitt og er ekki hlut­skipti sem fólk al­mennt vel­ur sér.“

Þetta skrif­ar Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, í viku­leg­um pistli sín­um þar sem hún seg­ir að næsta verk­efni stétt­ar­fé­lag­anna sé að hækka at­vinnu­leys­is­trygg­ing­ar.

Grunn­atvinnu­leys­is­bæt­ur í dag eru 289.510 kr. á mánuði, það þýðir um 240 þúsund kr. út­borgaðar. Að auki fá at­vinnu­leit­end­ur 11.580 krón­ur með hverju barni und­ir 18 ára aldri. Í þrjá mánuði fær fólk tekju­tengd­ar at­vinnu­leys­is­bæt­ur (70% af meðaltali heild­ar­launa) þó að há­marki 456.404 kr. á mánuði,“ skrif­ar Drífa og bæt­ir við að þetta sé veru­leiki of marga en í júní reiddu 16.165 ein­stak­ling­ar sig á at­vinnu­leys­is­bæt­ur. Enn frem­ur muni at­vinnu­laus­um lík­lega fjölga í haust.

Ég ætla að end­ur­taka þetta: Að vera at­vinnu­laus er ekki hlut­skipti sem fólk vel­ur sér. Ég mun halda áfram að end­ur­taka þetta þangað til hug­mynd­um um annað er út­rýmt. Að halda fólki sem miss­ir vinn­una í fá­tækt­ar­gildru er ómannúðlegt. Það er skaðlegt fyr­ir ein­stak­linga sem lenda í slíku og býr til meiri sam­fé­lag­leg og efna­hags­leg vanda­mál en við glím­um við nú þegar. Þess vegna er nauðsyn­legt að hækka út­greidd­ar at­vinnu­leys­is­bæt­ur og lengja tíma­bilið þar sem fólk fær tekju­tengd­ar bæt­ur,“ skrif­ar Drífa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert