„Enga burði til að bíða þetta af sér“

Stuð á tónleikum í Hörpu.
Stuð á tónleikum í Hörpu. Ljósmynd/Pétur Fjeldsted Einarsson

„Þetta er búið að vera slagur og nú er verið að bíða og sjá hvernig ástandið kemur til með að þróast,“ segir Jakob Tryggvason, formaður Félags tæknifólks í rafiðnaði. Hefur fólk í framangreindum flokki orðið fyrir miklum tekjumissi sökum faraldurs kórónuveiru.

Viðburðahald liggur að mestu niðri hér á landi. Í gær greindi Morgunblaðið frá því að algjör óvissa ríki með allt viðburðahald hér á landi næstu mánuði. Að sögn Jakobs missti stór hluti tæknifólks í rafiðnaði vinnuna í vor. „Ég veit ekki hvernig hlutfallið var milli hlutabóta og fullra atvinnuleysisbóta, en 24% aðila í okkar félagi fengu einhvers konar bætur frá Vinnumálastofnun,“ segir Jakob og bætir við erfiður tími sé fram undan.

„Ég hef mjög miklar áhyggjur af afleiddum störfum því það eru margir hópar sem hafa enga burði til að bíða þetta af sér. Maður hefur ekki heyrt um nein langtímaplön þannig að nú eru allir bara að bíða og sjá,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert