Hagkvæmara að herða kröfur en losa

Skimun virðist borga sig.
Skimun virðist borga sig. Morgunblaðið/Íris

Í ljósi stöðu faraldursins alþjóðlega og hérlendis er þjóðhagslega hagkvæmt að skima á landamærum, í þeim skilningi að skimunin virðist svara kostnaði þar sem hátt hlutfall smitaðra er greint og þeir sem ferðast valda samfélagslegum kostnaði vegna smithættu. Þetta kemur fram í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðherra. 

Var minnisblaðið unnið vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á sóttvarnaráðstöfunum á landamærum. Kemur það í kjölfar greinargerðar um efnahagsleg sjónarmið við losun ferðatakmarkana frá því í júní. Þá þótti hvorki rétt að opna né loka landamærum algjörlega. 

Fremur eigi að herða en losa kröfur

Að því er segir í minnisblaðinu virðast hin hagrænu rök frekar hníga að því að herða en losa kröfur. Ef of langt er gengið í þeim efnum er einfaldara að vinda ofan af þeim ákvörðunum en að hemja útbreitt smit.

Þá segir enn fremur að hagfræðileg rök bendi til þess að þeir sem leggja í ferðalög eigi að greiða sérstaklega fyrir samfélagslegan kostnað sem af því hlýst við núverandi aðstæður, til viðbótar við greiðslu fyrir kostnað af landamæraskimun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert