Kona var handtekin á veitingahúsi í miðborg Reykjavíkur um hálftólfleytið í gærkvöldið grunuð um líkamsárás.
Hún var vistuð í fangageymslu lögreglunnar.
Bifreið var stöðvuð í hverfi 220 í Hafnarfirði laust fyrir klukkan sex í gærkvöldi. Ökumaðurinn reyndi að komast undan lögreglu en hann er grunaður um ölvun við akstur, ökuhraði hans ekki miðaður við aðstæður og fleiri umferðarlagabrot.
Afskipti voru höfð af manni í hverfi 111 í Breiðholti, vegna greiðslusvika skömmu fyrir miðnætti. Maðurinn hafði tekið leigubifreið úr Hafnarfirði og neitaði síðan að greiða fyrir aksturinn.
Maður var handtekinn í hverfi 108 um eittleytið. Hann hunsaði ítrekað fyrirmæli lögreglu þegar honum var að ósk húsráðanda vísað úr húsi þar sem hann var gestkomandi. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar.
Um hálftvöleytið í nótt var tilkynnt um eignaspjöll í Hraunbæ. Maður vaknaði og sá að einhver hafði brotið sér leið í gegnum hurð hans.
Afskipti voru höfð af konu grunaða um þjófnað í verslunarmiðstöð í hverfi 103 um hálfsexleytið í gær. Lögreglan fann ætluð fíkniefni hjá konunni.
Skömmu síðar við tilkynnt um þjófnað í fyrirtæki í hverfi 108. Stolið var veski/tösku frá starfsmanni og er málið í rannsókn.
Tilkynnt var um umferðaróhapp á Höfðabakka um hálftíuleytið í gærkvöldi. Tjónvaldur er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna