Flugvél Icelandair sneri við vegna vélartruflana

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. mbl.is/Eggert

Flugvél Icelandair á leið til Hamborgar var snúið við skömmu eftir flugtak í morgun vegna vélartruflana og er hún lent heilu og höldnu, að sögn Guðna Sigurðssonar upplýsingafulltrúa Isavia.

Lýst var yfir hættustigi á Keflavíkurflugvelli, sem er miðstigið í neyðarviðbúnaðarkerfinu.

Vélin tók á loft klukkan 7.59 í morgun. Hún sneri við er hún var á flugi yfir Kirkjubæjarklaustri og lenti klukkan 8.53. Hættustigi var þá aflýst.

Alls voru 150 manns um borð en RÚV greindi fyrst frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert