Landið hafi aldrei verið lokað

„Þetta er erfiður nýr veruleiki sem blasir við. Við erum öll félagsverur, en nú erum við að iðka það sem heitir félagsforðun.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í Kastljósi kvöldsins.

Katrín var spurð út í hegðun ferðamálaráðherra um helgina, og segist sjálf hafa farið á veitingahús á laugardaginn. „Það er eðlilegt að það séu meiri gerðar kröfur til okkar ráðherra en annarra í að vanda okkur í okkar einstaklingsbundnu sóttvörnum,“ segir Katrín.

Nýjar aðgerðir við landamæri taka í gildi á miðnætti á morgun. Þurfa þá allir sem koma til landsins að fara í sýnatöku og sóttkví, og síðar aðra sýnatöku 4-6 dögum seinna.

„Ég tel ekki að það sé ekki búið að loka landamærunum. Og landamærin hafa aldrei verið lokuð.“

Hún segir að aðgerðirnar séu íþyngjandi fyrir marga, en að það sé gert með skýr sóttvarnarsjónarmið að leiðarljósi. Þá fylgi mikill kostnaður því að halda úti hörðum sóttvarnaaðgerðum. Verið sé að íþyngja fólki að fara yfir landamæri, en að það sé ekki verið að hindra fólk frá því að fara yfir landamæri.

Katrín segir það ekki hafi verið mistök að opna landamæri í júní. Við séum samfélag sem hafi alla tíð reitt sig á samgöngur til og frá landinu séu með sem eðlilegustum hætti. „Það er í sjálfu sér eðlilegt markmið,“ sem hafi verið ákveðið í samráði með sóttvarnayfirvöldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka