„Þetta hafi verið óheppilegt“

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég held að ráðherrann hafi svarað fyrir þetta að það hafi verið óheppilegt að það væri vafi um það hvort öllum reglum hafi verið fylgt,“ segir Bjarni Benediktssonar fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður út í frídag Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, um helgina með æskuvinkonum sínum. 

Þórdís Kolbrún, sem er einnig varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fór út að borða með vinkonum sínum og í búðir á Laugaveginum án þess að tveggja metra reglunni væri fylgt. Á facebooksíðu sinni sagði Þórdís Kolbrún að eftir á að hyggja hefði verið einfaldara að fara ekki með vinkonum sínum. 

„Ég held að þetta hafi verið óheppilegt og ráðherrann hafi gengist við því,“ sagði Bjarni í hádegisfréttum RÚV, spurður hvort ráðherrar þurfi ekki að sýna meiri ábyrgð.  

Hann sagði málið draga það fram að það sé vandratað einstigi fyrir okkur að umgangast hvert annað.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka