Landamærafyrirkomulag muni vara lengi

Ljósmynd/Lögreglan

Sóttvarnalæknir telur að það fyrirkomulag sem taka mun gildi á landamærum Íslands á miðnætti í kvöld muni verða lengi, í marga mánuði.

Þetta sagði Þórólfur Guðnason í Kastljósi í kvöld, þar sem rætt var um hin ýmsu mál er tengjast kórónuveirufaraldrinum. Sagði Þórólfur mikilvægt að koma allri þeirri vinnu sem tengist kórónuveirunni inn í rútínu, í stað þess að alltaf sé unnið með krísuvinnubrögðum.

Þá staðfesti hann að samráðsvettvangur stjórnvalda vegna faraldursins hæfist á fimmtudag, en hann er undir stjórn heilbrigðis- og dómsmálaráðuneytisins. Slíkt væri nauðsynlegt til að ákveða aðgerðir til framtíðar, þar sem veiran væri komin til að vera, og það væri stjórnvalda að gera slíkt, en ekki sóttvarnalæknis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert