Myndir af vinkonunum tengist ekki kostun

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir .
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir . mbl.is/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

„Ég ætlaði ekki að tjá mig neitt frek­ar um s.l. laug­ar­dag, en get ekki orða bund­ist þar sem rang­færsl­ur birt­ust á flest­um fjöl­miðlum í dag“, skrif­ar Eva Lauf­ey Kjaran, fjöl­miðlakona, mat­ar­blogg­ari og áhrifa­vald­ur, á Face­book um vin­kvenna­ferð sem hún, Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, og fleiri fóru í um helg­ina og hef­ur verið til um­fjöll­un­ar í fjöl­miðlum.

Eva Lauf­ey seg­ir að mynd­ir sem birt­ust á sam­fé­lags­miðlum af vin­kon­un­um í ferðinni teng­ist ekki sam­starfi henn­ar við Nordica, en eins og fram kom í fjöl­miðlum í morg­un var ferðin að hluta til kostuð. Ráðuneyti Þór­dís­ar Kol­brún­ar sem og Eva Lauf­ey hafa sagt að Þór­dís Kol­brún hafi greitt fyr­ir sinn hluta ferðar­inn­ar sjálf. 

Hef­ur Þór­dís Kol­brún verið gagn­rýnd fyr­ir að fara í slíka ferð á sama tíma og kór­ónu­veiru­smit­um hef­ur fjölgað hér­lend­is. 

„Við hitt­umst átta vin­kon­ur, fór­um í bröns, löbbuðum um miðbæ­inn og kíkt­um í búðir, fór­um á hót­el þar sem við fór­um í spa og borðuðum kvöld­mat. Að því loknu fóru þær sem búa á höfuðborg­ar­svæðinu til síns heima“, skrif­ar Eva Lauf­ey. 

Seg­ist skýr í sínu sam­starfi

Eva Lauf­ey rek­ur at­b­urðarás ferðar­inn­ar í Face­book-færsl­unni. Vin­kon­urn­ar snæddu á veit­ingastaðnum KOL í há­deg­inu þar sem þær fóru í dög­urð (e. brunch). „Þar greiddi hver og ein fyr­ir sig og var á eng­an hátt tengd­ur sam­starfi“, skrif­ar Eva Lauf­ey.

„Ég hef bless­un­ar­lega alltaf verið kýr­skýr þegar ég vinn fyr­ir önn­ur fyr­ir­tæki og merki það með rétt­um hætti. Þær mynd­ir sem birt­ar voru af okk­ur vin­kon­un­um tengj­ast sam­starf­inu ekki á neinn átt og höfðu þær engu hlut­verki að gegna í verk­efni mínu fyr­ir Nordica.“

Eva Lauf­ey seg­ir það áhyggju­efni þegar fjöl­miðlar fari með rangt mál. „Eins og alltaf er öll­um vel­komið að hafa sam­band. Það hef­ur eng­in gert nema Stund­in og því er afar sér­stakt að fjöl­miðlar taki upp á því að fara með rang­færsl­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert