Vinkvennaferð að hluta í boði Icelandair Hotel

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, fjölmiðlakona, matarbloggari og áhrifavaldur, skipulagði fagnaðinn.
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, fjölmiðlakona, matarbloggari og áhrifavaldur, skipulagði fagnaðinn.

Áhrifa­vald­ur sem stóð fyr­ir vin­kvenna­ferð seg­ir að hugsa hefði mátt bet­ur þátt­töku Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur ferða­mála­ráð­herra. Þetta kemur fram í frétt Stundarinnar.

Hún seg­ir fjór­ar kvenn­anna hafa feng­ið fríð­indi frá Icelanda­ir Hotel en ráð­herra borg­að fyr­ir allt sitt. 

Rangfærslur í frétt Stundarinnar

„Þórdís Kolbrún fór á laugardag ásamt vinkonum sínum í „botnlausan bröns“ á veitingastaðnum Vox og í heilsulind á Hilton Nordica, sem bæði eru í eigu Icelandair Hotels, sem aftur er í eigu Icelandair Group,“ segir í frétt Stundarinnar. 

Leiðrétt - samkvæmt upplýsingum frá Evu Laufeyju snæddu þær um kvöldið á VOX en í hádeginu var snætt á Kol þar sem hver og ein einasta greiddi fyrir sig.

Eins er rétt að halda því til haga að Icelandair seldi Icelandair Hotels fyrr á árinu. 

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, fjölmiðlakona, matarbloggari og áhrifavaldur, skipulagði fagnaðinn. Birti hún myndir af hittingnum á Instagram, þar sem hún er með nær 34 þúsund fylgjendur og var birtingin merkt sem samstarf við Icelandair Hotels.

„Samstarfið fólst í því að ég og þrjár vinkonur mínar frá Akranesi fengu gistinguna,“ segir Eva Laufey í samtali við Stundina. „Þetta voru reikningsviðskipti, eins og samstarf sem ég er með við Hagkaup og MS, nema í öðru formi. Ég sendi þeim reikning fyrir minni vinnu og fæ reikning á móti. Þetta er viðskiptadíll.“

Aðspurð hvort það sé ekki hjálplegt fyrir kynningarefnið að nafntoguð manneskja eins og ráðherra sé með á myndunum segir Eva að svo geti verið. „Jú, auðvitað er þetta kannski vandmeðfarið og ég hefði átt að hugsa þetta betur,“ segir hún enn fremur í viðtali við Stundina.

Frétt Stundarinnar í heild

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert