Mun fyrst og fremst sakna starfsfólksins

Ólafur Helgi Kjartansson.
Ólafur Helgi Kjartansson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, seg­ir helst erfitt að skilja við starfs­fólk embætt­is­ins en hann læt­ur brátt af störf­um hjá embætt­inu og hef­ur störf hjá dóms­málaráðuneyt­inu. 

Eins og áður hef­ur verið fjallað um í fjöl­miðlum hafa ill­deil­ur verið inn­an embætt­is­ins und­an­farið og kvart­an­ir borist dóms­málaráðuneyt­inu.

Ólaf­ur Helgi sinnti starfi lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um í sex ár. Spurður hvort erfitt sé að skilja við embættið seg­ir Ólaf­ur Helgi:

„Það er fyrst og fremst starfs­fólkið sem ég sakna. Þetta góða starfs­fólk sem hef­ur unnið af sam­visku­semi, alúð og heiðarleika að því að efla embættið.“

Grím­ur Her­geirs­son tek­ur tíma­bundið við starfi lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um og Mar­grét Krist­ín Páls­dótt­ir mun gegna stöðu aðstoðarlög­reglu­stjóra hjá embætt­inu. Ólaf­ur Helgi seg­ist bera traust til þeirra sem nú muni stýra embætt­inu. 

„Ég hef fulla trú á því fólki sem kem­ur núna inn á næst­unni til að stýra embætt­inu.“

„Fæ tæki­færi til þess að gera enn bet­ur“

Flutn­ing­ur Ólafs Helga var í til­kynn­ing­u frá dóms­málaráðuneyt­inu sagður gefa ráðuneyt­inu og lög­regl­unni færi á að nýta sérþekk­ingu hans og reynslu á sviði landa­mæra­vörslu næstu árin. Um það seg­ir Ólaf­ur Helgi: 

„Ég hef setið í stjórn Frontex núna í sex ár og kynnst því starfi og sinni því ágæt­lega og fæ tæki­færi til þess að gera enn bet­ur. Ég mun gera allt mitt til þess að gera hlut­ina vel og vand­lega og af sam­visku­semi.“

Í sam­tali við blaðamann kaus Ólaf­ur Helgi að tjá sig ekki um það hvort nauðsyn­legt hafi verið að hann stigi til hliðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert