„Tilviljanakenndar gusur“

Frá vettvangi á Grindavíkurvegi í morgun.
Frá vettvangi á Grindavíkurvegi í morgun. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson

„Þetta virðist, í minningunni alla vega, alltaf koma í gusum,“ segir Jón Viðar Matth­ías­son, slökkviliðsstjóri á höfuðborg­ar­svæðinu, um bílbruna sem hafa verið nokkrir síðustu daga.

Eldur kviknaði í flutningabifreið á Grindavíkurvegi í morgun en eldsupptök eru ókunn. Fyrir tveimur dögum kviknaði eldur í bifreið á Höfðabakkanum, fyrir fjórum dögum varð bíll alelda í Árbæ og fyrir fimm dögum kviknaði í bíl á Kringlumýrabraut.

Engin slys urðu á fólki í þessum fjórum eldsvoðum sem hafa orðið á fimm dögum.

„Maður veit ekki hvort þetta hefur með viðhald á faratækjum að gera eða hvað. Þetta er tilviljanakennt þó við höfum ekki skoðað þetta í þaula,“ segir Jón Viðar.

Hann bætir því við að rafmagnsbílar séu ekki meira útsettir fyrir því að það kvikni í þeim en öðrum bílum.

„Þetta er svolítið sérstakt, hvað þetta kemur inn í gusum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert