„Tilviljanakenndar gusur“

Frá vettvangi á Grindavíkurvegi í morgun.
Frá vettvangi á Grindavíkurvegi í morgun. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson

„Þetta virðist, í minn­ing­unni alla vega, alltaf koma í gus­um,“ seg­ir Jón Viðar Matth­ías­son, slökkviliðsstjóri á höfuðborg­ar­svæðinu, um bíl­bruna sem hafa verið nokkr­ir síðustu daga.

Eld­ur kviknaði í flutn­inga­bif­reið á Grinda­vík­ur­vegi í morg­un en elds­upp­tök eru ókunn. Fyr­ir tveim­ur dög­um kviknaði eld­ur í bif­reið á Höfðabakk­an­um, fyr­ir fjór­um dög­um varð bíll al­elda í Árbæ og fyr­ir fimm dög­um kviknaði í bíl á Kringlu­mýra­braut.

Eng­in slys urðu á fólki í þess­um fjór­um elds­voðum sem hafa orðið á fimm dög­um.

„Maður veit ekki hvort þetta hef­ur með viðhald á fara­tækj­um að gera eða hvað. Þetta er til­vilj­ana­kennt þó við höf­um ekki skoðað þetta í þaula,“ seg­ir Jón Viðar.

Hann bæt­ir því við að raf­magns­bíl­ar séu ekki meira út­sett­ir fyr­ir því að það kvikni í þeim en öðrum bíl­um.

„Þetta er svo­lítið sér­stakt, hvað þetta kem­ur inn í gus­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert